Norðurlönd og Bahamaeyjar undirrita upplýsingasamning 10. mars 2010 11:48 Í dag var undirritaður upplýsingaskiptasamningur milli Norðurlanda og Bahamaeyja til að sporna gegn skattaundanskotum. Hann er liður í verkefni á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar sem á að stuðla að því að koma í veg fyrir skattaundanskot á heimsvísu.Þetta kemur fram á vefsíðunni norden.org. Þar segir að verkefninu hefur verið vel tekið hjá OECD (Organisation for Economic Co-operation and Development) og styrkt stöðu Norðurlanda á alþjóðavettvangi.Frá því samningaviðræður hófust vorið 2007 hafa norrænu ríkin gert upplýsingaskiptasamninga við Arúba, Andorra, Bahamaeyjar, Bermúdaeyjar, Guernsey, Mön, Jersey, Antillaeyjar, Cayman-eyjar, Bresku Jómfrúreyjarnar, Anguilla, Turcs- og Caicoseyjar, Gíbraltar, Cookeyjar, Samóeyjar og San Marínó. Danir hafa auk þess samið við yfirvöld á St. Lucia, St. Vincent og Grenadin, St. Kitts og Nevis auk Antigua og á Barbuda.Samningurinn veitir norrænum skattayfirvöldum aðgang að upplýsingum um skattskyldar innstæður og tekjur og mögulegan aðgang að tekjum og fjármagni sem ekki hefur verið gefið upp til skatts í heimalandinu.Af stjórnarskrárástæðum eru samningarnir tvíhliða. Allir upplýsingaskiptasamningar af þessu tagi sem norrænu ríkin gera, fara síðan til umfjöllunar í þingum landanna.Samningurinn var undirritaður við athöfn í sendiráði Danmerkur í París. Mest lesið Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Samstarf Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Forstjórinn sem byrjar daginn á því að horfa á fallegu konuna sína Atvinnulíf Fleiri fréttir Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Í dag var undirritaður upplýsingaskiptasamningur milli Norðurlanda og Bahamaeyja til að sporna gegn skattaundanskotum. Hann er liður í verkefni á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar sem á að stuðla að því að koma í veg fyrir skattaundanskot á heimsvísu.Þetta kemur fram á vefsíðunni norden.org. Þar segir að verkefninu hefur verið vel tekið hjá OECD (Organisation for Economic Co-operation and Development) og styrkt stöðu Norðurlanda á alþjóðavettvangi.Frá því samningaviðræður hófust vorið 2007 hafa norrænu ríkin gert upplýsingaskiptasamninga við Arúba, Andorra, Bahamaeyjar, Bermúdaeyjar, Guernsey, Mön, Jersey, Antillaeyjar, Cayman-eyjar, Bresku Jómfrúreyjarnar, Anguilla, Turcs- og Caicoseyjar, Gíbraltar, Cookeyjar, Samóeyjar og San Marínó. Danir hafa auk þess samið við yfirvöld á St. Lucia, St. Vincent og Grenadin, St. Kitts og Nevis auk Antigua og á Barbuda.Samningurinn veitir norrænum skattayfirvöldum aðgang að upplýsingum um skattskyldar innstæður og tekjur og mögulegan aðgang að tekjum og fjármagni sem ekki hefur verið gefið upp til skatts í heimalandinu.Af stjórnarskrárástæðum eru samningarnir tvíhliða. Allir upplýsingaskiptasamningar af þessu tagi sem norrænu ríkin gera, fara síðan til umfjöllunar í þingum landanna.Samningurinn var undirritaður við athöfn í sendiráði Danmerkur í París.
Mest lesið Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Samstarf Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Forstjórinn sem byrjar daginn á því að horfa á fallegu konuna sína Atvinnulíf Fleiri fréttir Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira