Sjaldgæft eintak af dýrustu bók heims mun fara á uppboð hjá Sotheby´s í London í desember. Bókin heitir Fuglar Ameríku og var gefin út á átjándu öld.
Höfundur bókarinnar var listamaðurinn John James Audubon en í henni er að finna 1.000 teikningar af 500 fuglategundum í Norður-Ameríku. Það tók Audubon 12 ár að gera bókina. Audubon lét prenta bókina í Bretlandi og var hún eingöngu seld efnuðu fólki á sínum tíma.
Í umfjöllun BBC um málið segir að fyrir áratug síðan hafi eintak af þessari bók selst á 5,7 milljónir punda eða rúmlega milljarð króna og var það hæsta verð sem borgað hefur verið fyrir bók í heiminum.
Aðeins er vitað um 119 eintök af Fuglum Ameríku í heiminum og af þeim eru 108 eintök í eigu bóka- og listaverkasafna.
Eintakið sem Sotheby´s mun bjóða upp kemur úr dánarbúi Hesketh lávarðar en hann var ákafur bókasafnari og munu fleiri þekktar og sjaldgæfar bækur úr dánarbúi hans einnig verða boðnar upp.