SAS flugfélagið hefur ákveðið að gefa ekki starfsfólki sínu jólagjafir í ár. Ástæðan er slæmt gengi félagsins en þetta er annað árið í röð sem starfsfólk SAS heldur jólin án gjafar frá vinnuveitenda sínum.
Talsmaður SAS segir í samtali við Jyllands Posten að starfsfólkið hafi skilning á málinu.
Það er annars rík hefð fyrir því í Danmörku að fyrirtæki gefi starfsfólki sínu jólagjafir. Í nýrri könnun á vegum samtaka atvinnulífsins í Danmörku kemur fram að yfir 80% danskra fyrirtækja gefa jólagjafir í ár þrátt fyrir erfitt efnahagsástand.