Rosenborg varð í kvöld norskur meistari í knattspyrnu enn eina ferðina. Rosenborg vann þá 1-0 sigur á Tromsö sem gerir það að verkum að önnur lið deildarinnar geta ekki náð liðinu í lokaumferðunum.
Mikil sigurhátið stendur nú yfir í Þrándheimi en þar á bæ eru menn orðnir ansi vanir því að fagna meistaratitlum. Þetta var meistaratitill númer 22 hjá félaginu.
Valerenga er öruggt með annað sætið í deildinni en Sandefjord og Kongsvinger eru á leiðinni niður.