Nýir 100 dollara seðlar eyðilögðust í prentun 8. desember 2010 08:46 Svo virðist sem allt hafi farið úr skorðum þegar opinber seðlaprentverksmiðja hóf að prenta nýja 100 dollaraseðla í Bandaríkjunum. Eftir að búið var að prenta yfir milljarð dollara kom í ljós að seðlarnir voru gallaðir. Upplagið hefur verið keyrt í stórum körum til Forth Worth í Texas. Sjónvarpsstöðin CNBC greinir frá þessu máli. Ætlunin var að prenta nýja 100 dollaraseðla fyrir um 110 milljarða dollara. Eftir að búið var að prenta 1,1 milljarð leiddi gæðaeftirlit í ljós að seðlarnir voru gallaðir. Þrátt fyrir að gallinn hafi ekki verið í öllum seðlunum var allt upplagið afturkallað. Gallinn sem um ræðir var lítill hvítur flötur á seðlunum sem ekki var gert ráð fyrir. Þessi mistök eru ekki bara neyðarleg fyrir stjórnvöld í Bandaríkjunum heldur einnig fokdýr. Það kostaði um sex sent að prenta hvern 100 dollaraseðil af eldri gerðinni. Hinsvegar hafa endurbætur á seðlinum til að gera fölsun hans erfiðari gert það að verkum að hver seðill kostar nú 12 sent í prentun. Fram kemur í frétt CNBC að verið sé að fara yfir allan prentferilinn og prentvélarnar til að finna út afhverju þessi galli kom fram. Á meðan liggur öll prentunin niðri. Nýi 100 dollaraseðillinn var kynntur með pomp og prakt í apríl s.l. Hann átti að far í almenna notkun í bandaríska hagkerfinu í febrúar á næsta ári. Óljóst er hvort sú tímasetning stenst. Mest lesið Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Viðskipti innlent Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Neytendur Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Þegar gott slúður í vinnunni gerir gagn Atvinnulíf Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Svo virðist sem allt hafi farið úr skorðum þegar opinber seðlaprentverksmiðja hóf að prenta nýja 100 dollaraseðla í Bandaríkjunum. Eftir að búið var að prenta yfir milljarð dollara kom í ljós að seðlarnir voru gallaðir. Upplagið hefur verið keyrt í stórum körum til Forth Worth í Texas. Sjónvarpsstöðin CNBC greinir frá þessu máli. Ætlunin var að prenta nýja 100 dollaraseðla fyrir um 110 milljarða dollara. Eftir að búið var að prenta 1,1 milljarð leiddi gæðaeftirlit í ljós að seðlarnir voru gallaðir. Þrátt fyrir að gallinn hafi ekki verið í öllum seðlunum var allt upplagið afturkallað. Gallinn sem um ræðir var lítill hvítur flötur á seðlunum sem ekki var gert ráð fyrir. Þessi mistök eru ekki bara neyðarleg fyrir stjórnvöld í Bandaríkjunum heldur einnig fokdýr. Það kostaði um sex sent að prenta hvern 100 dollaraseðil af eldri gerðinni. Hinsvegar hafa endurbætur á seðlinum til að gera fölsun hans erfiðari gert það að verkum að hver seðill kostar nú 12 sent í prentun. Fram kemur í frétt CNBC að verið sé að fara yfir allan prentferilinn og prentvélarnar til að finna út afhverju þessi galli kom fram. Á meðan liggur öll prentunin niðri. Nýi 100 dollaraseðillinn var kynntur með pomp og prakt í apríl s.l. Hann átti að far í almenna notkun í bandaríska hagkerfinu í febrúar á næsta ári. Óljóst er hvort sú tímasetning stenst.
Mest lesið Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Viðskipti innlent Falsaði fleiri bréf Viðskipti innlent Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Viðskipti innlent Vilja „ósýnilegar“ stöðumælasektir burt Neytendur Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Þegar gott slúður í vinnunni gerir gagn Atvinnulíf Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent