Jólavertíðin sló met hjá leikfangaverslunum Hamleys 11. janúar 2010 13:46 Forráðamenn Hamleys leikfangaverslaninna eru mjög ánægðir með síðustu jólavertíð enda sló salan hjá Hamleys met. Söluaukningin nemur 11,6% miðað við sama tímabili í fyrra eða á síðustu sex vikum ársins.Hamleys er nú alfarið í eigu Íslendinga, skilanefnd Landsbankans fer með tæplega 64% hlut sem áður var í eigu Baugs og það sem upp á vantar er í eigu þrotabús Fons.Í tilkynningu frá Hamleys um málið segir að á níu mánaða tímabili fram til desember í fyrra hafi söluaukningin numið 7,2% miðað við sama tímabili í fyrra. Með hinni góðu jólasölu hafi fjárhagsstaða Hamleys batnað að mun og nú sé gert ráð fyrir að brúttóhagnaður (EBITA) af rekstrinum muni aukast um 42,% á milli áranna 2008 og 2009.Guðjón Reynisson stjórnarformaður Hamleys segir að menn séu mjög ánægðir með útkomuna yfir jólin enda sú vertíð mikilvæg fyrir söluna log fyrir fjárhagsárið í heild.„Jólavertíðin kom sterkt inn hjá okkur í flaggskipinu, búð okkar í Regent Street, sem átti sín bestu jól í sögu fyrirtækisins," segir Guðjón. „Einnig erum við ánægð með söluna í stærstu búð okkar í Glasgow sem fór verulega fram úr væntingum."Þá var salan í Dubai einnig umfram væntingar en hún jókst um 54% milli ára. Segir Guðjón að þetta sýni sterka stöðu Hamleys á heimsvísu.Árið 2010 verður sögulegt hjá Hamleys því verslunarkeðjan fagnar 250 ára afmæli sínu í febrúar næstkomandi. Mest lesið Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Samstarf Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Forstjórinn sem byrjar daginn á því að horfa á fallegu konuna sína Atvinnulíf Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Forráðamenn Hamleys leikfangaverslaninna eru mjög ánægðir með síðustu jólavertíð enda sló salan hjá Hamleys met. Söluaukningin nemur 11,6% miðað við sama tímabili í fyrra eða á síðustu sex vikum ársins.Hamleys er nú alfarið í eigu Íslendinga, skilanefnd Landsbankans fer með tæplega 64% hlut sem áður var í eigu Baugs og það sem upp á vantar er í eigu þrotabús Fons.Í tilkynningu frá Hamleys um málið segir að á níu mánaða tímabili fram til desember í fyrra hafi söluaukningin numið 7,2% miðað við sama tímabili í fyrra. Með hinni góðu jólasölu hafi fjárhagsstaða Hamleys batnað að mun og nú sé gert ráð fyrir að brúttóhagnaður (EBITA) af rekstrinum muni aukast um 42,% á milli áranna 2008 og 2009.Guðjón Reynisson stjórnarformaður Hamleys segir að menn séu mjög ánægðir með útkomuna yfir jólin enda sú vertíð mikilvæg fyrir söluna log fyrir fjárhagsárið í heild.„Jólavertíðin kom sterkt inn hjá okkur í flaggskipinu, búð okkar í Regent Street, sem átti sín bestu jól í sögu fyrirtækisins," segir Guðjón. „Einnig erum við ánægð með söluna í stærstu búð okkar í Glasgow sem fór verulega fram úr væntingum."Þá var salan í Dubai einnig umfram væntingar en hún jókst um 54% milli ára. Segir Guðjón að þetta sýni sterka stöðu Hamleys á heimsvísu.Árið 2010 verður sögulegt hjá Hamleys því verslunarkeðjan fagnar 250 ára afmæli sínu í febrúar næstkomandi.
Mest lesið Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Samstarf Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Forstjórinn sem byrjar daginn á því að horfa á fallegu konuna sína Atvinnulíf Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira