Í framtíðnni munu viðskiptavinirnir ekki geta stundað viðskipti með kortunum nema inneign sé til staðar í staðinn fyrir að borga há gjöld fyrir yfirdráttinn.
Í fjölmiðlum vestan hafs segir að þessi ákvörðun komi í kjölfar áætlana stjórnvalda um að setja reglur um gjöld vegna yfirdráttar.
Seðlabanki Bandaríkjanna hefur lagt til að bönkunum verði bannað að taka gjöld fyrir yfirdrátt á kortum nema í samkomulagi við kortahafana. Á síðasta ári fengu bankar í Bandaríkjunum um 32 milljarða dollara í gjöldum vegna yfirdráttar viðskiptavina sinna.