Handbolti

Birkir Ívar og Sveinbjörn í landsliðið

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Birkir Ívar Guðmundsson er kominn aftur í landsliðið.
Birkir Ívar Guðmundsson er kominn aftur í landsliðið. Mynd/Valli

Tveir nýliðar eru í landsliðshópi Guðmundar Guðmundssonar sem tekur þátt í heimsbikarmótinu í Svíþjóð dagana 7. og 8. desember næstkomandi.

Þetta eru þeir Sveinbjörn Pétursson, markvörður Akureyrar og Atli Ævar Ingólfsson, línumaður úr HK. Birkir Ívar Guðmundsson, markvörður Hauka, er svo valinn í landsliðið á nýjan leik.

Markverðirnir Björgvin Páll Gústavsson og Hreiðar Levý Guðmundsson fá ekki leyfi til að spila með landsliðinu að þessu sinni þar sem ekki er um alþjóðlega leikdaga að ræða. Hið sama á við um hornamannininn Þóri Ólafsson.

Ólafur Stefánsson og Vignir Svavarsson fá frí af persónulegum ástæðum og þá er Guðjón Valur Sigurðsson enn að jafna sig á meiðslum en hann lék sinn fyrsta leik í tíu mánuði í gær. Logi Geirsson er einnig frá vegna meiðsla.

Ólafur Guðmundsson, FH, og Hannes Jón Jónsson, Hannover-Burgdorf, eru ekki valdir að þessu sinni.

Þá vekur einnig athygli að Arnór Þór Gunnarsson og Bjarni Fritzson eru valdir í liðið á nýjan leik. Sturla Ásgeirsson er einnig með nú en hann missti af síðustu leikjum vegna meiðsla.

Hópurinn:

Markmenn:

Birkir Ívar Guðmundsson - 138 landsleikir - Haukar

Sveinbjörn Pétursson - Nýliði - Akureyri

Aðrir leikmenn:

Alexander Petersson - 107 landsleikir - Fuchse Berlin

Arnór Atlason - 97 landsleikir - AG Köbenhavn

Arnór Þór Gunnarsson - 8 landsleikir - TV Bittenfeld

Aron Pálmarsson - 25 landsleikir - THW Kiel

Atli Ævar Ingólfsson - Nýliði - HK

Ásgeir Örn Hallgrímsson - 132 landsleikir - Hannover-Burgdorf

Bjarni Fritzson - 39 landsleikir - Akureyri

Ingimundur Ingimundarson - 79 landsleikir - AaB

Oddur Gretarsson - 7 landsleikir - Akureyri

Róbert Gunnarsson - 172 landsleikir - Rhein Neckar Löwen

Sigurbergur Sveinsson - 27 landsleikir - Rheinland

Snorri Steinn Guðjónsson - 166 landsleikir - AG Köbenhavn

Sturla Ásgeirsson - 53 landsleikir - Valur

Sverre Jakobsson - 94 landsleikir - Grosswallstadt








Fleiri fréttir

Sjá meira


×