Eins og búist var við ákvað Jean-Claude Trichet seðlabankastjóri Evrópska seðlabankans (ECB) að halda stýrivöxtunum á evrusvæðinu í 1%. Með þessu vonast Trichet til þess að pústa lífi í hagkerfi svæðisins.
Í frétt um málið á börsen.dk segir að flestir sérfræðingar búist við því að þessum lágum vöxtum verði haldið fram á næsta ár. Greining Handelsbanken spáir því þannig að vextirnir verði fyrst hækkaðir á öðrum ársfjórðungi 2011.
Fyrr í morgun ákvað Englandsbanki að halda sínum stýrivöxtum áfram í 0,5% og var sú ákvörðun einnig í takt við væntingar sérfræðinga.