Björn Bergmann Sigurðarson og Birkir Bjarnason skoruðu báðir í norska boltanum í dag. Björn lék í 80 mínútur og skoraði annað mark Lilleström þegar liðið sigraði Sandefjord 4-0.
Birkir Bjarnason hefur jafnað sig af meiðslum og kom inn sem varamaður í hálfleik hjá Viking. Hann skoraði jöfnunarmark liðsins í 1-1 jafntefli gegn Kongsvinger á útivelli. Stefán Gíslason og Indriði Sigurðsson léku allan leikinn fyrir Viking.
Veigar Páll Gunnarsson, Pálmi Rafn Pálmason og Bjarni Ólafur Eiríksson léku í byrjunarliði Stabæk sem gerði markalaust jafntefli við Haugesund á heimavelli. Árni Gautur Arason varði mark Odd Grenland í markalausu jafntefli gegn Brann. Birkir Már Sævarsson var í byrjunarliði Brann en Gylfi Einarsson og Ólafur Örn Bjarnason voru á tréverkinu allan leikinn.