Maður skiptir ekki við hrotta Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 1. júní 2010 09:06 Jæja. Þá hefur Ísraelum tekist að ganga fram af manni einu sinni enn. Ekki vegna þess að maður hafi til þeirra miklar væntingar; þeir hafa fyrir löngu sýnt að þeir láta sér fátt fyrir brjósti brenna. En einhvern veginn bjóst maður ekki við að þeir sykkju eins lágt og raun ber vitni. En kannski átti maður ekki að verða hissa, ekki þegar Ísraelar eru annars vegar. Þeir hafa áratugum saman farið sínu fram algjörlega óáreittir fyrir botni Miðjarðarhafs. Raunar hefur sá stuðningur sem þeir hafa notið frá Bandaríkjunum verið þeim hvatning til frekari óhæfuverka. Getuleysi alþjóðasamfélagsins til að taka á stöðugum brotum þeirra á alþjóðasamskiptum er okkur öllum til skammar. Því þó stóru leikendur á vettvangi alþjóðlegra stjórnmála slái tóninn, er grimmúðleg meðferð Ísraela á Palestínumönnum á ábyrgð heimsins alls. Líka okkar Íslendinga. Það er þannig á ábyrgð stjórnvalda að gera nú loksins eitthvað þegar kemur að glæpum Ísraela. Ekkert minna en slit á stjórnmálasamstarfi er rétt svar við því að ráðast um borð í skip á alþjóðlegu hafsvæði. Alþjóðasamfélagið hefur tekið höndum saman til að verjast árásum sómalískra sjóræningja. Af hverju ættu ísraelskir sjóræningjar að njóta annarrar meðferðar? Skömm íslenskra ráðherra verður því lengi í minnum höfð ef á að halda áfram eins og ekkert hafi í skorist gagnvart Ísrael. Þó Ísland sé ekki stórt land - og að blessunarlega hafi trú landsmanna á eigin ofurmennsku beðið hnekki - þá yrðu það ekkert minna en stórtíðindi ef vestrænt ríki sliti stjórnmálasamstarfi við Ísrael vegna árásarinnar á skipalestina. Það yrði meiri háttar áfall fyrir utanríkisstefnu Ísraela og yrði ráðamönnum um allan heim hvatning til svipaðra aðgerða. Almenningur í löndum heimsins hefði þannig fordæmi til að benda á. Ef ríkisstjórnin meinar eitthvað með sínum fallegu orðum um frið og baráttu gegn ranglæti þá er búið að slíta stjórnmálasamstarfinu um það leyti sem lesendur renna yfir þessar línur. Það á ekkert að vera að flækja þessi mál og flétta inn í flókin alþjóðleg samskipti og hagsmuni. Maður skiptir ekki við hrotta og gefur þau skilaboð út án nokkurra vandkvæða. Ef ríkisstjórnin ætlar hins vegar að grípa til einhverra málamyndaaðgerða eins og að senda út pappírssnifsi eða harma morðin þá hefur hún brugðist hugsjón friðar og mannúðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbeinn Óttarsson Proppé Mest lesið Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu Skoðun
Jæja. Þá hefur Ísraelum tekist að ganga fram af manni einu sinni enn. Ekki vegna þess að maður hafi til þeirra miklar væntingar; þeir hafa fyrir löngu sýnt að þeir láta sér fátt fyrir brjósti brenna. En einhvern veginn bjóst maður ekki við að þeir sykkju eins lágt og raun ber vitni. En kannski átti maður ekki að verða hissa, ekki þegar Ísraelar eru annars vegar. Þeir hafa áratugum saman farið sínu fram algjörlega óáreittir fyrir botni Miðjarðarhafs. Raunar hefur sá stuðningur sem þeir hafa notið frá Bandaríkjunum verið þeim hvatning til frekari óhæfuverka. Getuleysi alþjóðasamfélagsins til að taka á stöðugum brotum þeirra á alþjóðasamskiptum er okkur öllum til skammar. Því þó stóru leikendur á vettvangi alþjóðlegra stjórnmála slái tóninn, er grimmúðleg meðferð Ísraela á Palestínumönnum á ábyrgð heimsins alls. Líka okkar Íslendinga. Það er þannig á ábyrgð stjórnvalda að gera nú loksins eitthvað þegar kemur að glæpum Ísraela. Ekkert minna en slit á stjórnmálasamstarfi er rétt svar við því að ráðast um borð í skip á alþjóðlegu hafsvæði. Alþjóðasamfélagið hefur tekið höndum saman til að verjast árásum sómalískra sjóræningja. Af hverju ættu ísraelskir sjóræningjar að njóta annarrar meðferðar? Skömm íslenskra ráðherra verður því lengi í minnum höfð ef á að halda áfram eins og ekkert hafi í skorist gagnvart Ísrael. Þó Ísland sé ekki stórt land - og að blessunarlega hafi trú landsmanna á eigin ofurmennsku beðið hnekki - þá yrðu það ekkert minna en stórtíðindi ef vestrænt ríki sliti stjórnmálasamstarfi við Ísrael vegna árásarinnar á skipalestina. Það yrði meiri háttar áfall fyrir utanríkisstefnu Ísraela og yrði ráðamönnum um allan heim hvatning til svipaðra aðgerða. Almenningur í löndum heimsins hefði þannig fordæmi til að benda á. Ef ríkisstjórnin meinar eitthvað með sínum fallegu orðum um frið og baráttu gegn ranglæti þá er búið að slíta stjórnmálasamstarfinu um það leyti sem lesendur renna yfir þessar línur. Það á ekkert að vera að flækja þessi mál og flétta inn í flókin alþjóðleg samskipti og hagsmuni. Maður skiptir ekki við hrotta og gefur þau skilaboð út án nokkurra vandkvæða. Ef ríkisstjórnin ætlar hins vegar að grípa til einhverra málamyndaaðgerða eins og að senda út pappírssnifsi eða harma morðin þá hefur hún brugðist hugsjón friðar og mannúðar.
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun