Rússnesk stjórnvöld munu í dag draga úr afhendingu á gasi til Hvítarússlands.
Dimitry Medvedev forseti Rússlandshefur gefið rússneska orkurisanum Gazprom fyrirskipun um þetta. Samdrátturinn á afhendingunni mun aukast eftir því sem líður á vikuna.
Löndin hafa staðið í samningaviðræðum um skuldir Hvítrússa við Rússa en stór hluti þeirra er í vanskilum. Þær viðræður halda áfram samkvæmt frétt á CNN þrátt fyrir þessar aðgerðir.