SönderjyskE náði að halda sæti sínu í dönsku úrvalsdeildinni en lokaumferðin fór fram í dag.
Liðið tapaði fyrir FC Köbenhavn 3-1 en það kom þó ekki að sök því önnur úrslit voru því hagstæð.
Sölvi Geir Ottesen og Ólafur Ingi Skúlason leika með SönderjyskE en sá síðarnefndi lék þó ekki í dag vegna leikbanns. Liðið hafnaði í níunda sæti af tólf liðum.
FC Köbenhavn vann deildina örugglega en í öðru sæti hafnaði OB, lið Rúriks Gíslasonar. Rúrik fékk gult spjald þegar OB vann AGF 3-0 í lokaleik sínum í dag.