Niðursveifla hjá Buffett, verulega dregur úr hagnaði 9. ágúst 2010 10:02 Erlendir sérfræðingar eru nú að spá í hvort ofurfjárfestinum og goðsögninni Warren Buffett sé farið að förlast. Hagnaður hjá félagi hans, Berkshire Harhaway, minnkaði um 40% á öðrum ársfjórðungi ársins miðað við sama tímabil í fyrra.Hagnaður Berkshire Harhaway nam 1,97 milljörðum dollara á ársfjórðungnum á móti 3,3 milljörðum dollara á sama tímabili í fyrra. Þetta hefur leitt til þess að getgátur eru uppi um hvort Buffett sé að tapa áttum á fjármálamörkuðum heimsins. Raunar er eitt af greiningarfyrirtækjunum á Wall Street búið að mæla með sölu á hlutum í Berkshire Harhaway en slík tilmæli hafa ekki komið fram síðan árið 2004.Í umfjöllun um málið á Bloomberg fréttaveitunni segir Bill Bergman hjá Morningstar að Berkshire Harhaway hafi lent í vandræðum með afleiður og framvirka samninga á öðrum ársfjórðung og þurft að taka á sig verulegan skell í slíkum viðskiptum vegna rangra ákvarðana. Þar að auki hafi félagið tapað töluvert á viðskiptum með skuldatryggingar.Menn eiga samt ekki að afskrifa Warren Buffett en nef hans fyrir fjárfestingartækifærum hafa gert hann að þriðja ríkasta manni heimsins. Persónulegur auður hans nemur nú tæplega 6.000 milljörðum kr. Mest lesið Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Sammála um aukna verðbólgu í september Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Erlendir sérfræðingar eru nú að spá í hvort ofurfjárfestinum og goðsögninni Warren Buffett sé farið að förlast. Hagnaður hjá félagi hans, Berkshire Harhaway, minnkaði um 40% á öðrum ársfjórðungi ársins miðað við sama tímabil í fyrra.Hagnaður Berkshire Harhaway nam 1,97 milljörðum dollara á ársfjórðungnum á móti 3,3 milljörðum dollara á sama tímabili í fyrra. Þetta hefur leitt til þess að getgátur eru uppi um hvort Buffett sé að tapa áttum á fjármálamörkuðum heimsins. Raunar er eitt af greiningarfyrirtækjunum á Wall Street búið að mæla með sölu á hlutum í Berkshire Harhaway en slík tilmæli hafa ekki komið fram síðan árið 2004.Í umfjöllun um málið á Bloomberg fréttaveitunni segir Bill Bergman hjá Morningstar að Berkshire Harhaway hafi lent í vandræðum með afleiður og framvirka samninga á öðrum ársfjórðung og þurft að taka á sig verulegan skell í slíkum viðskiptum vegna rangra ákvarðana. Þar að auki hafi félagið tapað töluvert á viðskiptum með skuldatryggingar.Menn eiga samt ekki að afskrifa Warren Buffett en nef hans fyrir fjárfestingartækifærum hafa gert hann að þriðja ríkasta manni heimsins. Persónulegur auður hans nemur nú tæplega 6.000 milljörðum kr.
Mest lesið Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Sammála um aukna verðbólgu í september Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira