Fundurinn mun verða símafundur en ECB óskar þess að fá skoðanir og ráð frá bankastjórunum með þessum hætti.
Jean-Claude Trichet seðlabankastjóri ECB sagði síðdegis í gærdag eftir fund í æðstu stjórn bankans að ekki hefði verið rætt um kaup ECB á grískum ríkisskuldabréfum og ríkisskuldabréfum frá öðrum þjóðum í suðurhluta Evrópu. Talið er að slík kaup gætu létt töluvert á stöðunni sem komin er upp.
Hagfræðingar og markaðssérfræðingar hafa kallað eftir ákveðnum viðbrögðum frá ECB og stjórnvöldum í Evrópu í fjölmiðlum í morgun. Annars sé stórhætta á að gríska kreppan breiði sig út yfir alla Evrópu með ófyrirsjáanlegum afleiðingum.