Sundsvall er ekki í alltof góðum málum eftir 0-1 tap á móti Gefle í kvöld í fyrri umspilsleik liðanna um sæti í sænsku úrvalsdeildinni á næsta ári. Hannes Þ. Sigurðsson og Ari Freyr Skúlason lék báðir allan leikinn með Sundsvall.
Ari lék sem varnartengiliður á fimm manna miðju og Hannes var einn í framlínunni. Gefle skoraði sigurmark sitt á 54. mínútu og var það Jakob Orlov sem skoraði þetta mikilvæga sigurmark.
Gefle endaði í þriðja neðsta sæti í A-deildinni en Sundsvall varð í 3. sæti í B-deildinni. Tvö efstu liðin í B-deildinni fóru beint upp og tvö neðstu liðin í A-deildinni féllu. Seinni leikur liðanna fer fram á heimavelli Gefle á sunnudaginn.
Sundsvall tapaði fyrri umspilsleiknum á móti Gefle
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið



Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn
Enski boltinn



Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri
Enski boltinn



Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool
Enski boltinn
