Efnahagslífið í heiminum tekur hægar við sér en spáð var. Annað samdráttarskeið er þó ólíklegt, samkvæmt spám Efnahags- og framfarastofnunarinnar.
Stofnunin spáir því að hagvöxtur í stærstu 7 iðnríkjum heimsins, svokölluðum G7, ríkjum verði 1,5% á árinu 2010 en áður hafði því verið spáð að hagvöxturinn yrði 1,75%. Samkvæmt fréttavef BBC er því jafnframt spáð að óvissa verði ríkjandi áfram.
„Þessi óvissa grundvallast á mörgum þáttum, en það er ólíklegt að annað samdráttarskeið sé framundan," sagði Pier Carlo Padoan, aðalhagfræðingur Efnahags- og framfarastofnunarinnar.
