Von og vissa Jón Sigurðsson skrifar 5. janúar 2010 06:00 Það er erfitt að álasa fólki fyrir stóryrði þegar skelfing grípur um sig. Samt getur það ráðið úrslitum að leiðbeiningar í björgun nái að berast sem flestum. Gott væri að alþingismenn hefðu þetta í huga. Íslenska þjóðfélagið er ekki hrunið. Bankarnir, gjaldeyriskerfið og fjármálakerfið hrundu. Farið hefur fé betra. Þetta er ekki ritað til að gera lítið úr vanda margra fjölskyldna og fyrirtækja. Íslenska þjóðin á miklu meiri verðmæti heldur en þá peninga og aðra fjármuni sem hér kunna að safnast. Hver manneskja, hver lifandi vera, er meira virði en gullkistur veraldarinnar. Hugsanir, rökfærslur, framtíðardraumar og bænir eru meira virði, hvort sem þau eru fest á bækur eða ekki. Trúarstyrkur og trúarleit eru verðmæti. Og vonin er styrkur sem heldur lífinu gangandi. Skömmu fyrir lok sjöunda áratugar síðustu aldar hvarf síldin af Íslandsmiðum og hagkerfið hrundi. Skömmu síðar fylltu fulltrúar innflytjendamála frá Ástralíu salina á Hótel Sögu, og margir héldu suður þangað. Árið 1970 var töluð íslenska í öllum skipunum í skipasmíðastöð Kockum í Málmey í Svíþjóð. Íslenskt atvinnulíf náði fullum kröftum fáum árum síðar og Íslendingar réttu úr sér. Þetta höfum við margsinnis gert. Og þetta gerum við enn á komandi tímum. Um það er bæði von og vissa. Nú eru hér sterkur sjávarútvegur, ferðaþjónusta og málmiðnaður. Hátækniiðnaður og fleiri nýjar hátekjugreinar eru í mótun. Og hér er fjölþætt þjónusta og menningarstarfsemi. Lýðveldið Ísland stenst áreynslu síðustu mánaða. Ríkisstjórnin er á óheppilegri leið og stjórnarandstaðan hefur ekki verið til fyrirmyndar. Samt er ljóst að stofnanir samfélagsins, efnahagsgrunnur, menntakerfi, samhjálparkerfi og stjórnkerfi standast. Það er áhyggjuefni að einhverjir Íslendingar virðast hafa misst trú á frelsið. Það er óbætanlegur missir ef gróðabrask, afbrot og mistök sem gerð hafa verið, verða til þess að frelsisskerðing verði varanleg í íslensku athafnalífi. En hér verða frelsi og ábyrgð að fara saman. Það þarf að sannfæra almenning á ný um það að frelsið er besta aðferðin og farsælasta leiðin - frelsi með fullri ábyrgð. Eitt það alvarlegasta sem gerðist í hruninu var að þáverandi ríkisstjórn missti móðinn. Við eigum að hafa samúð með einstaklingunum, en þessi reynsla var hræðileg. Það versta sem getur komið fyrir þjóðina er að missa móðinn. Við þurfum trú og þrek, þjóðerniskennd, þjóðarmetnað og þjóðarstolt til að takast á við verkefnin. Margar þjóðir hafa ratað í sams konar raunir og við nú. Ef um þjóðarskömm er að ræða, þá má líka fræðast um heiður Breta og Hollendinga í fyrrum kúgunarlöndum þeirra - og víðar. Spilling, vanhæfni og vinahyglun eru ekki minni meðal fjölmennari þjóða en þeirra fámennu - og derringur ekki heldur. Í dýpsta skammdeginu rís skærasta vonarstjarnan. Það verður að tala kjark og þrótt, stolt og metnað í íslensku þjóðina. Nú þarf að vekja vonir og vissu með hækkandi sól. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Mest lesið Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Það er erfitt að álasa fólki fyrir stóryrði þegar skelfing grípur um sig. Samt getur það ráðið úrslitum að leiðbeiningar í björgun nái að berast sem flestum. Gott væri að alþingismenn hefðu þetta í huga. Íslenska þjóðfélagið er ekki hrunið. Bankarnir, gjaldeyriskerfið og fjármálakerfið hrundu. Farið hefur fé betra. Þetta er ekki ritað til að gera lítið úr vanda margra fjölskyldna og fyrirtækja. Íslenska þjóðin á miklu meiri verðmæti heldur en þá peninga og aðra fjármuni sem hér kunna að safnast. Hver manneskja, hver lifandi vera, er meira virði en gullkistur veraldarinnar. Hugsanir, rökfærslur, framtíðardraumar og bænir eru meira virði, hvort sem þau eru fest á bækur eða ekki. Trúarstyrkur og trúarleit eru verðmæti. Og vonin er styrkur sem heldur lífinu gangandi. Skömmu fyrir lok sjöunda áratugar síðustu aldar hvarf síldin af Íslandsmiðum og hagkerfið hrundi. Skömmu síðar fylltu fulltrúar innflytjendamála frá Ástralíu salina á Hótel Sögu, og margir héldu suður þangað. Árið 1970 var töluð íslenska í öllum skipunum í skipasmíðastöð Kockum í Málmey í Svíþjóð. Íslenskt atvinnulíf náði fullum kröftum fáum árum síðar og Íslendingar réttu úr sér. Þetta höfum við margsinnis gert. Og þetta gerum við enn á komandi tímum. Um það er bæði von og vissa. Nú eru hér sterkur sjávarútvegur, ferðaþjónusta og málmiðnaður. Hátækniiðnaður og fleiri nýjar hátekjugreinar eru í mótun. Og hér er fjölþætt þjónusta og menningarstarfsemi. Lýðveldið Ísland stenst áreynslu síðustu mánaða. Ríkisstjórnin er á óheppilegri leið og stjórnarandstaðan hefur ekki verið til fyrirmyndar. Samt er ljóst að stofnanir samfélagsins, efnahagsgrunnur, menntakerfi, samhjálparkerfi og stjórnkerfi standast. Það er áhyggjuefni að einhverjir Íslendingar virðast hafa misst trú á frelsið. Það er óbætanlegur missir ef gróðabrask, afbrot og mistök sem gerð hafa verið, verða til þess að frelsisskerðing verði varanleg í íslensku athafnalífi. En hér verða frelsi og ábyrgð að fara saman. Það þarf að sannfæra almenning á ný um það að frelsið er besta aðferðin og farsælasta leiðin - frelsi með fullri ábyrgð. Eitt það alvarlegasta sem gerðist í hruninu var að þáverandi ríkisstjórn missti móðinn. Við eigum að hafa samúð með einstaklingunum, en þessi reynsla var hræðileg. Það versta sem getur komið fyrir þjóðina er að missa móðinn. Við þurfum trú og þrek, þjóðerniskennd, þjóðarmetnað og þjóðarstolt til að takast á við verkefnin. Margar þjóðir hafa ratað í sams konar raunir og við nú. Ef um þjóðarskömm er að ræða, þá má líka fræðast um heiður Breta og Hollendinga í fyrrum kúgunarlöndum þeirra - og víðar. Spilling, vanhæfni og vinahyglun eru ekki minni meðal fjölmennari þjóða en þeirra fámennu - og derringur ekki heldur. Í dýpsta skammdeginu rís skærasta vonarstjarnan. Það verður að tala kjark og þrótt, stolt og metnað í íslensku þjóðina. Nú þarf að vekja vonir og vissu með hækkandi sól.
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun