Bankarnir „teknir yfir af glæpamönnum“ Þorbjörn Þórðarson skrifar 19. ágúst 2010 18:30 Davíð Oddsson seðlabankastjóri tjáði mönnum sumarið 2008 að íslensku bankarnir hefðu verið „teknir yfir af glæpamönnum", sem ætluðu sér að gera Ísland gjaldþrota. Þetta kemur fram á nýrri vefsíðu Björgólfs Thors sem opnaði í dag. Margt forvitnilegt er að finna á nýrri vefsíðu Björgólfs Thors á slóðinni btb.is. Björgólfur Thor segir að tilgangurinn með síðunni sé að miðla upplýsingum um viðskipti sín á Íslandi. Á vefsíðunni kemur fram að Björgólfur Thor hafi lagt mikla áherslu á að sameina Straum og Landsbankann árin fyrir hrun og fjórum til fimm sinnum hafi slíkar samrunatilraunir misheppnast, en ætlunin hafi verið að William Fall, forstjóri Straums, yrði forstjóri sameinaðs banka. Ítarlega er fjallað um Actavis og þar segir að eftir að eftir að Björgólfur Thor keypti aðra hluthafa út hafi komið í ljós að rekstraráætlanir stjórnenda hafi engan veginn staðist og því hafi verið tekin ákvörðun um að víkja Róberti Wessman forstjóra úr starfi árið 2008. Í greinargerð um aðdraganda falls Landsbankans sem er að finna á vefsíðunni er vitnað til minnisblaðs og ónafngreindra heimildarmanna að Davíð Oddsson, þáverandi seðlabankastjóri, hafi tjáð mönnum sumarið 2008 að íslensku bankarnir hefðu „verið teknir yfir af glæpamönnum," sem ætluðu sér að gera Ísland gjaldþrota. Þá segir í greinargerðinni að fyrir liggi vitnisburðir þriggja manna úr ólíkum áttum sem áttu samtöl við Davíð og segja að boðskapur hans hafi verið skýr, bönkunum yrði ekki bjargað. Þá hefði hann einnig látið þess getið að hann stæði sjálfur persónulega í vegi fyrir því að tekið yrði stórt erlent lán til að styrkja gjaldeyrisvaraforðann, að því er fram kemur í greinargerðinni sem er rituð af Birni Jóni Bragasyni, sagnfræðingi. Björgólfur Thor víkur sérstaklega að Icesave-reikningum Landsbankans undir þeim lið síðunnar er rekur viðskipti hans og eignarhald á bankanum árin 2002-2008. Björgólfur segist ekki bera ábyrgð á Icesave, enda hafi hann ekki stýrt Landsbankanum þó hann væri stór hluthafi. Síðan segir hann: „Það, að stjórnmálamenn kjósi nú að gera Icesave og Landsbankann að blóraböggli, er á engan hátt eðlilegt, einkum þegar haft er í huga að formleg ábyrgð íslenska ríkisins á Icesave skuldbindingum kom til eftir að ríkisvaldið tók yfir Landsbankann og stjórnmálamenn hófu bein afskipti a(f) málefnum bankans.“ Margt annað forvitnilegt kemur fram á síðunni, t.d að íslenskir stjórnmálamenn, þeirra á meðal forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson, hafi beðið Björgólf Thor um að koma heim til Íslands dagana fyrir bankahrunið, en hann hafi fyrst þá gert sér grein fyrir því hversu alvarleg staðan væri orðin. Skroll-Viðskipti Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Davíð Oddsson seðlabankastjóri tjáði mönnum sumarið 2008 að íslensku bankarnir hefðu verið „teknir yfir af glæpamönnum", sem ætluðu sér að gera Ísland gjaldþrota. Þetta kemur fram á nýrri vefsíðu Björgólfs Thors sem opnaði í dag. Margt forvitnilegt er að finna á nýrri vefsíðu Björgólfs Thors á slóðinni btb.is. Björgólfur Thor segir að tilgangurinn með síðunni sé að miðla upplýsingum um viðskipti sín á Íslandi. Á vefsíðunni kemur fram að Björgólfur Thor hafi lagt mikla áherslu á að sameina Straum og Landsbankann árin fyrir hrun og fjórum til fimm sinnum hafi slíkar samrunatilraunir misheppnast, en ætlunin hafi verið að William Fall, forstjóri Straums, yrði forstjóri sameinaðs banka. Ítarlega er fjallað um Actavis og þar segir að eftir að eftir að Björgólfur Thor keypti aðra hluthafa út hafi komið í ljós að rekstraráætlanir stjórnenda hafi engan veginn staðist og því hafi verið tekin ákvörðun um að víkja Róberti Wessman forstjóra úr starfi árið 2008. Í greinargerð um aðdraganda falls Landsbankans sem er að finna á vefsíðunni er vitnað til minnisblaðs og ónafngreindra heimildarmanna að Davíð Oddsson, þáverandi seðlabankastjóri, hafi tjáð mönnum sumarið 2008 að íslensku bankarnir hefðu „verið teknir yfir af glæpamönnum," sem ætluðu sér að gera Ísland gjaldþrota. Þá segir í greinargerðinni að fyrir liggi vitnisburðir þriggja manna úr ólíkum áttum sem áttu samtöl við Davíð og segja að boðskapur hans hafi verið skýr, bönkunum yrði ekki bjargað. Þá hefði hann einnig látið þess getið að hann stæði sjálfur persónulega í vegi fyrir því að tekið yrði stórt erlent lán til að styrkja gjaldeyrisvaraforðann, að því er fram kemur í greinargerðinni sem er rituð af Birni Jóni Bragasyni, sagnfræðingi. Björgólfur Thor víkur sérstaklega að Icesave-reikningum Landsbankans undir þeim lið síðunnar er rekur viðskipti hans og eignarhald á bankanum árin 2002-2008. Björgólfur segist ekki bera ábyrgð á Icesave, enda hafi hann ekki stýrt Landsbankanum þó hann væri stór hluthafi. Síðan segir hann: „Það, að stjórnmálamenn kjósi nú að gera Icesave og Landsbankann að blóraböggli, er á engan hátt eðlilegt, einkum þegar haft er í huga að formleg ábyrgð íslenska ríkisins á Icesave skuldbindingum kom til eftir að ríkisvaldið tók yfir Landsbankann og stjórnmálamenn hófu bein afskipti a(f) málefnum bankans.“ Margt annað forvitnilegt kemur fram á síðunni, t.d að íslenskir stjórnmálamenn, þeirra á meðal forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson, hafi beðið Björgólf Thor um að koma heim til Íslands dagana fyrir bankahrunið, en hann hafi fyrst þá gert sér grein fyrir því hversu alvarleg staðan væri orðin.
Skroll-Viðskipti Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira