Atli Fannar Bjarkason: Útsvar, velferð og kjaftæði 22. maí 2010 06:00 Mér finnst ótrúlega leiðinlegt að vera ekki með skráð lögheimili í Reykjavík. Ekki vegna þess að mig langar til að borga hærri tryggingagjöld af bílnum mínum heldur langar mig til að greiða atkvæði í borgastjórnarkosningunum í enda maí. Ég er með ofnæmi fyrir pólitíkusum, sem er leiðinlegt vegna þess að þeir stjórna lífi mínu á ákveðinn hátt. Þetta er eins og að vera með ofnæmi fyrir bílnum sem ég keyri á hverjum degi. Nei, þetta er reyndar ekkert eins og það, en mér verður illt þegar ég heyri pólitíkusa tala og ég hef stundum fengið á tilfinninguna að þeir telji sig vera betri en við hin. Sem er fjarri lagi, því í pólitík, eins og alls staðar annars staðar, er rosalega mikið af ógeðslegu fólki. Að fylgjast með framgöngu Besta flokksins hefur verið hrein unun. Jóni Gnarr og félögum hefur tekist að umbylta heimsmynd fólks sem bjóst við að geta karpað, malað, rifist og skammast út í hvort annað án þess að rauðhærður sprelligosi myndi þvælast fyrir. Og hvernig hefur þetta fólk tekið því? Ótrúlega furðulega. Kosningabaráttan hefur hreinlega snúist um Jón Gnarr og ringlaðir flokkapólitíkusar geta ekki lofað neinu án þess að segja eitthvað á borð við: „Tja, ég er ekki eins fyndinn og Jón Gnarr, en við viljum útsvar börn leikskólar velferð bla bla bla ..." furðulegir hluti gerðust eftir að Besti flokkurinn fór að skora hátt í skoðanakönnunum. Flokksbundnir bloggarar vinstri- og miðjuflokkanna réðust á Jón, grófu undan honum og bendluðu hann við hægriöflin. Einn taldi meira að segja að Vaktarseríurnar væru ekkert annað en hægri-áróður í dulargervi (!). Ég get ekki og hef ekki hugmynd um hvort ég myndi kjósa Besta flokkinn og hef aldrei verið í flokki (nema þegar Samfylkingin skráði mig án minnar vitundar) en þessi viðbrögð eru ógeðslega fyndin. Og sorgleg. Samt meira fyndin. Furðulegast var að Sjálfstæðisflokkurinn kaus að stinga höfðinu upp í rassgatið á sér. Flokkurinn sem virðist hafa menn í vinnu við að grafa undan andstæðingum sínum hafði skyndilega ekkert slæmt að segja um mann sem gæti hrifsað af þeim borgina í lok maí. Hvað er að gerast? Enginn hefur bent á að Jón sagði í upphafi að tilgangur flokksins væri að koma honum og vinum hans í þægileg störf og að spillingin yrði uppi á borðum. Annað takmarkið er komið langleiðina, en hinum flokkunum virðist vera sama um þetta spillingarmjálm í grínistanum. Hver svo sem ástæðan fyrir því er. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Atli Fannar Bjarkason Mest lesið D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Mér finnst ótrúlega leiðinlegt að vera ekki með skráð lögheimili í Reykjavík. Ekki vegna þess að mig langar til að borga hærri tryggingagjöld af bílnum mínum heldur langar mig til að greiða atkvæði í borgastjórnarkosningunum í enda maí. Ég er með ofnæmi fyrir pólitíkusum, sem er leiðinlegt vegna þess að þeir stjórna lífi mínu á ákveðinn hátt. Þetta er eins og að vera með ofnæmi fyrir bílnum sem ég keyri á hverjum degi. Nei, þetta er reyndar ekkert eins og það, en mér verður illt þegar ég heyri pólitíkusa tala og ég hef stundum fengið á tilfinninguna að þeir telji sig vera betri en við hin. Sem er fjarri lagi, því í pólitík, eins og alls staðar annars staðar, er rosalega mikið af ógeðslegu fólki. Að fylgjast með framgöngu Besta flokksins hefur verið hrein unun. Jóni Gnarr og félögum hefur tekist að umbylta heimsmynd fólks sem bjóst við að geta karpað, malað, rifist og skammast út í hvort annað án þess að rauðhærður sprelligosi myndi þvælast fyrir. Og hvernig hefur þetta fólk tekið því? Ótrúlega furðulega. Kosningabaráttan hefur hreinlega snúist um Jón Gnarr og ringlaðir flokkapólitíkusar geta ekki lofað neinu án þess að segja eitthvað á borð við: „Tja, ég er ekki eins fyndinn og Jón Gnarr, en við viljum útsvar börn leikskólar velferð bla bla bla ..." furðulegir hluti gerðust eftir að Besti flokkurinn fór að skora hátt í skoðanakönnunum. Flokksbundnir bloggarar vinstri- og miðjuflokkanna réðust á Jón, grófu undan honum og bendluðu hann við hægriöflin. Einn taldi meira að segja að Vaktarseríurnar væru ekkert annað en hægri-áróður í dulargervi (!). Ég get ekki og hef ekki hugmynd um hvort ég myndi kjósa Besta flokkinn og hef aldrei verið í flokki (nema þegar Samfylkingin skráði mig án minnar vitundar) en þessi viðbrögð eru ógeðslega fyndin. Og sorgleg. Samt meira fyndin. Furðulegast var að Sjálfstæðisflokkurinn kaus að stinga höfðinu upp í rassgatið á sér. Flokkurinn sem virðist hafa menn í vinnu við að grafa undan andstæðingum sínum hafði skyndilega ekkert slæmt að segja um mann sem gæti hrifsað af þeim borgina í lok maí. Hvað er að gerast? Enginn hefur bent á að Jón sagði í upphafi að tilgangur flokksins væri að koma honum og vinum hans í þægileg störf og að spillingin yrði uppi á borðum. Annað takmarkið er komið langleiðina, en hinum flokkunum virðist vera sama um þetta spillingarmjálm í grínistanum. Hver svo sem ástæðan fyrir því er.