Einn leikur fór fram í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld en í honum gerðu Örebro og Umeå markalaust jafntefli.
Edda Garðarsdóttir lék allan leikinn með fyrrnefnda liðinu en Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir er enn frá vegna meiðsla.
Örebro er í fimmta sæti deildarinnar með tíu stig eftir sex leiki, sex stigum á eftir toppliði Malmö. Umeå er í sjötta sætinu átta stig.
Kristianstad, lið Elísabetar Gunnarsdóttur, er í fimmta sæti með tíu stig en með betra markahlutfall en Örebro.