Bandaríkin, AP Almennt er reiknað með að stýrivöxtum í Bandaríkjunum verði haldið óbreyttum í 0,25 prósentum í vikunni.
Stýrivextir í Bandaríkjunum stóðu hæst í 5,25 prósentum sumarið 2007, eða þar til snarpt vaxtalækkunarskeið hófst í september sama ár líkt og víðar. Stýrivextir í landinu hafa aldrei verið lægri en nú.
Gangi vaxtaspár eftir fetar bandaríski seðlabankinn í fótspor Evrópska seðlabankans og Englandsbanka, sem báðir héldu stýrivöxtum óbreyttum á dögunum. - jab