Óttast að danskir bankar tapi miklu á þessu ári 11. janúar 2010 08:20 Matsfyrirtækið Standard & Poors óttast að danskir bankar tapi miklu á útlánum sínum í fasteignageiranum á þessu ári. Er jafnvel talið að útlánatapið gæti orðið svipað og það varð í fyrra. Fjallað er um málið í Ökonomisk Ugebrev. Þar segir að matsfyrirtækið telji að fasteignabólan í Danmörku hafi blásið það mikið út í landinu að áhætta danskra banka sé mun meiri en þeirra sænsku og finnsku. Standard & Poors eru áfram með dönsku bankanna í áhættuhópi 2, en þangað féll landið á árinu 2008. Sænskir og finnskir bankar eru í áhættuhópi 1. Matsfyrirtækið telur að dönsku bankarnir hafi verið mun áhætusæknari en þeir sænsku og finnsku og því horfa þeir fram á að tapa meiru vegna fasteignabólunnar. „Við teljum að dönsku bankarnir í sameiningu hafi tapað sem svarar til um eins prósents af heildarlánum sínum árið 2009," segir Louise Lundberg hjá Standard & Poors í Stokkhólmi. „Við gerum ráð fyrir að heildartapið verði á þessum nótum í ár. Kannski verður það aðeins lægra." Þá telur matsfyrirtækið að meiri áhætta sé í kringum fyrirtækjalán dönsku bankanna en þeirra sænsku og finnsku. Hér má geta þess að FIH bankinn sem er í íslenskri eigu sérhæfir sig í lánum til fyrirtækja. Mest lesið Greiðsluáskorun Samstarf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Matsfyrirtækið Standard & Poors óttast að danskir bankar tapi miklu á útlánum sínum í fasteignageiranum á þessu ári. Er jafnvel talið að útlánatapið gæti orðið svipað og það varð í fyrra. Fjallað er um málið í Ökonomisk Ugebrev. Þar segir að matsfyrirtækið telji að fasteignabólan í Danmörku hafi blásið það mikið út í landinu að áhætta danskra banka sé mun meiri en þeirra sænsku og finnsku. Standard & Poors eru áfram með dönsku bankanna í áhættuhópi 2, en þangað féll landið á árinu 2008. Sænskir og finnskir bankar eru í áhættuhópi 1. Matsfyrirtækið telur að dönsku bankarnir hafi verið mun áhætusæknari en þeir sænsku og finnsku og því horfa þeir fram á að tapa meiru vegna fasteignabólunnar. „Við teljum að dönsku bankarnir í sameiningu hafi tapað sem svarar til um eins prósents af heildarlánum sínum árið 2009," segir Louise Lundberg hjá Standard & Poors í Stokkhólmi. „Við gerum ráð fyrir að heildartapið verði á þessum nótum í ár. Kannski verður það aðeins lægra." Þá telur matsfyrirtækið að meiri áhætta sé í kringum fyrirtækjalán dönsku bankanna en þeirra sænsku og finnsku. Hér má geta þess að FIH bankinn sem er í íslenskri eigu sérhæfir sig í lánum til fyrirtækja.
Mest lesið Greiðsluáskorun Samstarf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira