Reyndi fjársvik í Landsbankanum, dæmdur í fangelsi 12. maí 2010 15:14 Breska lögreglan upplýsti starfsmenn Landsbankans, sem fóru frá Reykjavík til London til að hitta Guestyn, að seðlarnir væru falskir og að starfsmennirnir ættu að hafa varan á sér. Breski viðskiptamaðurinn og fjársvikarinn Peter Guestyn var dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi í dag fyrir dómi í London. Meðal ákæruliða gegn honum var tilraun til að svíkja 70 milljónir dollara, eða rúmlega 9 milljarða kr. í Landsbankanum árið 2005. Guestyn hafði reynt svipuð fjársvik árið 2002 í breskum banka en þau fólust í því að hann kvaðst hafa undir höndum svokallaða silfurseðla í dollurum (silver certificates) sem Bandaríkjastjórn gaf út á fyrrihluta síðustu aldar og vildi selja þá eða nota sem veð fyrir láni. Í frétt um málið í Daily Mail segir að Guestyn hafi haft samband við bankastjóra Landsbankans með tölvupósti þar sem hann lýsti áhuga sínum á að leggja 70 milljónir dollara inn á reikning í bankanum. Í tölvupóstinum segir hann að þetta væri einka- og trúnaðarmál. Féið hefði hann fengið frá fjármálaráðuneyti Bandaríkjanna og að FBI hefði staðfest yfirfærslu á því. Jafnframt sendi hann mynd af silfurseðli. Breska lögreglan upplýsti starfsmenn Landsbankans, sem fóru frá Reykjavík til London til að hitta Guestyn, að seðlarnir væru falskir og að starfsmennirnir ættu að hafa varan á sér. Á fundinum gat Gyestyn ekki gert frekari grein fyrir seðlunum að öðru leyti að um leynileg viðskipti hafi verið að ræða bæði í Bandaríkjunum og í Kína. Á næstu dögum reyndi Guestyn að fá lán frá Landsbankanum upp á fyrrgreinda upphæð með seðlana sem veð. Íslensk yfirvöld kærðu manninn og hann var handtekinn á heimili sínu í East Sussex. Guestyn var síðan látinn laus gegn tryggingu meðan á dómsmeðferð stóð. Hann reyndi svo sama leikinn í fyrra við banka í The City og þá var upphæðin sem hann reyndi að svíkja út komin upp í tæpan milljarð dollara. Þá var hann handtekinn á ný og hefur nú verið dæmdur. Það athyglisverða við málið er að Guestyn sagði að hver seðill sem hann hefði undir höndum væri milljón dollara virði. Hinsvegar voru engin slíkir seðlar gefnir út og hámarksupphæð á þeim var 1.000 dollarar. Þar að auki hætti Bandaríkjastjórn að gefa þessa seðla út árið 1969. Mest lesið Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Viðskipti innlent Spotify liggur niðri Neytendur Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Sjá meira
Breski viðskiptamaðurinn og fjársvikarinn Peter Guestyn var dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi í dag fyrir dómi í London. Meðal ákæruliða gegn honum var tilraun til að svíkja 70 milljónir dollara, eða rúmlega 9 milljarða kr. í Landsbankanum árið 2005. Guestyn hafði reynt svipuð fjársvik árið 2002 í breskum banka en þau fólust í því að hann kvaðst hafa undir höndum svokallaða silfurseðla í dollurum (silver certificates) sem Bandaríkjastjórn gaf út á fyrrihluta síðustu aldar og vildi selja þá eða nota sem veð fyrir láni. Í frétt um málið í Daily Mail segir að Guestyn hafi haft samband við bankastjóra Landsbankans með tölvupósti þar sem hann lýsti áhuga sínum á að leggja 70 milljónir dollara inn á reikning í bankanum. Í tölvupóstinum segir hann að þetta væri einka- og trúnaðarmál. Féið hefði hann fengið frá fjármálaráðuneyti Bandaríkjanna og að FBI hefði staðfest yfirfærslu á því. Jafnframt sendi hann mynd af silfurseðli. Breska lögreglan upplýsti starfsmenn Landsbankans, sem fóru frá Reykjavík til London til að hitta Guestyn, að seðlarnir væru falskir og að starfsmennirnir ættu að hafa varan á sér. Á fundinum gat Gyestyn ekki gert frekari grein fyrir seðlunum að öðru leyti að um leynileg viðskipti hafi verið að ræða bæði í Bandaríkjunum og í Kína. Á næstu dögum reyndi Guestyn að fá lán frá Landsbankanum upp á fyrrgreinda upphæð með seðlana sem veð. Íslensk yfirvöld kærðu manninn og hann var handtekinn á heimili sínu í East Sussex. Guestyn var síðan látinn laus gegn tryggingu meðan á dómsmeðferð stóð. Hann reyndi svo sama leikinn í fyrra við banka í The City og þá var upphæðin sem hann reyndi að svíkja út komin upp í tæpan milljarð dollara. Þá var hann handtekinn á ný og hefur nú verið dæmdur. Það athyglisverða við málið er að Guestyn sagði að hver seðill sem hann hefði undir höndum væri milljón dollara virði. Hinsvegar voru engin slíkir seðlar gefnir út og hámarksupphæð á þeim var 1.000 dollarar. Þar að auki hætti Bandaríkjastjórn að gefa þessa seðla út árið 1969.
Mest lesið Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Viðskipti innlent Spotify liggur niðri Neytendur Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Sjá meira