Fyrrum forstjóri Hewlett-Packard tölvuframleiðandans, Mark Hurd, hefur náð samkomulagi um greiðslu bóta til konu sem sakaði hann um kynferðislega áreitni. Ásökun konunnar varð til þess að Hurd lét af forstjórastarfi í fyrirtækinu eins og Vísir sagði frá í gær.
Ásakanirnar drógu dilk á eftir sér því að eftir að upplýst var um þær komst upp að Hurd hafði sagt ósatt um útgjöld sem hlutust af samskiptum hans við konuna sem hann áreitti. Hann er talinn hafa falsað reikninga.
Heimildarmaður AP fréttastofunnar segir að Hurd hafi greitt konunni bætur daginn áður en að hann sagði starfi sínu lausi. Sami heimildarmaður gat hins vegar ekki upplýst hve há greiðslan var.
Náði samkomulagi við konuna sem hann áreitti
Jón Hákon Halldórsson skrifar

Mest lesið


Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi
Viðskipti innlent

Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum
Viðskipti innlent

Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife
Viðskipti innlent

Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum
Viðskipti innlent



Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu
Viðskipti innlent

