Schumacher: Engin skömm af árangrinum 25. mars 2010 13:22 Schumacher brosmildur í Melbourne. mynd: Getty Images Þjóðverjinn Michael Schumacher náði sjötta sæti í fyrsta móti ársins og segist hafa náð hámarks árangri í sinni fyrstu keppni með Mercedes. Hann varð á eftir Nico Rosberg á samskonar bíl. "Það er eðlilegt í frumraun minni. Kannski hefði það verið öðruvísi í gamla daga. Ég er rólegur yfir þessu. Rosberg er góður og hraðskreiður ökumaður og ég þarf ekki skammast mín fyrir útkomuna í Barein", sagði Schumacher í samtali við blaðamenn í Barein. Ummæli hans birtust m.a. á vefsíðu Autosport. Schumacher hefur alltaf verið harður keppnismaður og ákveðinn gagnvart liðsfélögum sínum, en hann hefur mikið álit á Rosberg, sem er mun yngri, Schumacher er 41 árs og Rosberg 24 ára og er því 17 ára aldursmunur á þeim. Schumacher gæti verið faðir hans miðað við aldursmuninn. "Ég gerði mér ekki upp neinar sérstakar hugmyndir um Rosberg eða væntingar. Það er ekkert leyndarmál að hann er toppökumaður og býr mikið í honum. Við erum mælistika fyrir hvorn annan. Hann stendur sig vel og er góður liðsfélagi. Ég tel að við höfum báðir náð hámarksárangri í fyrsta mótinu. Formúla 1 er erfið og það er okkar að bæta bílinn. Þetta er risavaxið verkefni og ástæðan fyrir endurkomu minni er að fást við þetta", sagði Schumacher, sem hefur sagt að hann stefni á enn einn titilinn á næstu þremur árum. Mest lesið Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fótbolti Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Íslenski boltinn Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Handbolti „Mjög stoltur af liðinu“ Körfubolti Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Handbolti „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ Körfubolti Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár Körfubolti „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Körfubolti Höjlund sjóðheitur og Danir færðust nær HM Fótbolti Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Þjóðverjinn Michael Schumacher náði sjötta sæti í fyrsta móti ársins og segist hafa náð hámarks árangri í sinni fyrstu keppni með Mercedes. Hann varð á eftir Nico Rosberg á samskonar bíl. "Það er eðlilegt í frumraun minni. Kannski hefði það verið öðruvísi í gamla daga. Ég er rólegur yfir þessu. Rosberg er góður og hraðskreiður ökumaður og ég þarf ekki skammast mín fyrir útkomuna í Barein", sagði Schumacher í samtali við blaðamenn í Barein. Ummæli hans birtust m.a. á vefsíðu Autosport. Schumacher hefur alltaf verið harður keppnismaður og ákveðinn gagnvart liðsfélögum sínum, en hann hefur mikið álit á Rosberg, sem er mun yngri, Schumacher er 41 árs og Rosberg 24 ára og er því 17 ára aldursmunur á þeim. Schumacher gæti verið faðir hans miðað við aldursmuninn. "Ég gerði mér ekki upp neinar sérstakar hugmyndir um Rosberg eða væntingar. Það er ekkert leyndarmál að hann er toppökumaður og býr mikið í honum. Við erum mælistika fyrir hvorn annan. Hann stendur sig vel og er góður liðsfélagi. Ég tel að við höfum báðir náð hámarksárangri í fyrsta mótinu. Formúla 1 er erfið og það er okkar að bæta bílinn. Þetta er risavaxið verkefni og ástæðan fyrir endurkomu minni er að fást við þetta", sagði Schumacher, sem hefur sagt að hann stefni á enn einn titilinn á næstu þremur árum.
Mest lesið Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fótbolti Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Íslenski boltinn Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Handbolti „Mjög stoltur af liðinu“ Körfubolti Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Handbolti „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ Körfubolti Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár Körfubolti „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Körfubolti Höjlund sjóðheitur og Danir færðust nær HM Fótbolti Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár Körfubolti
Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár Körfubolti