Segir VÍS hafa verið strípað af eigendum sínum Guðný Helga Herbertsdóttir skrifar 14. september 2010 18:37 Vátryggingarfélag Íslands var strípað af eigendum sínum segir löggiltur endurskoðandi. Eignir fyrir um þrjátíu milljarða króna voru teknar út úr félaginu á þriggja ára tímabili. Endurskoðandinn efast um lögmæti þess gjörnings og um starfshætti Fjármálaeftirlitsins sem lagði blessun sína yfir hann. Tryggingafélagið segir ekkert hæft í þessu. Vorið 2006 eignaðist Exista, félag í meirihluta eigu bræðranna Lýðs og Ágústs Guðmundssona, Vátryggingarfélag Íslands en fyrir átti það 20%. Eftir kaupin urðu bræðurnir stærstu eigendur VÍS. Kaupverðið var rúmlega 53 milljarðar króna sem var greitt með hlutabréfum í Existu. Í kringum innkomu Existu í félagið hófst atburðarrás sem virðist sýna markvissan flutning eigna úr félaginu í móðurfélagið. Á árunum 2005 og 6 var hafist handa við að skipta félaginu upp. Öll dóttur- og hlutdeildarfélög, t.a.m. Lýsing og Lífis voru sett í nýtt félag, Vís eignarhaldsfélag. Þetta auk arðgreiðslna varð til þess að eigið fé Vís lækkaði um 7,3 milljarða króna á þessum tveimur árum. Eignarhaldsfélagið var svo sameinað Existu í lok maí 2006. Skiptingingarferlið hélt áfram árið 2007 en þá voru fjárhæðirnar öllu hærri. Um mitt ár fóru 31 milljarður út úr VÍS og inn í eignarhaldsfélagið VÍS 3 sem var í eigu Existu í Hollandi. Samkvæmt upplýsingum frá Existu var um að ræða hlutabréf í Kaupþingi. Á sama ári og peningarnir streymdu inn í Vís 3 lánaði félagið ónefndum aðila rúmlega 30 milljarða. Engar upplýsingar eru í ársreikningi hver lánþeginn var en fullyrt er við fréttastofu að lánið hafi farið til Existu í Hollandi. Við þessa eignaskiptingu varð eigið fé Vátryggingarfélags Íslands neikvætt um 1,8 milljarða króna. Á hluthafafundi 2. Október er skiptingin endanlega samþykkt . Þá er lagt til að hlutafé Vís verði aukið um 11,2 milljarða króna. „Félagið var í reynd strípað. Ég vil meina að þetta sé andstætt lögum," segir endurskoðandinn Gunnlaugur Kristinsson um málið. Alls fóru því um 30 milljarðar, nettó, út úr VÍS á árunum 2005 til 8 í formi uppskiptingar eigna og arðgreiðslna. „þetta er kannski lýsandi fyrir þá græðgishugsun sem átti sér stað á þeim árum og öll góð fyrirtæki sem einhverja stöðu höfðu voru skilin eftir með sviðna jörðu," segir Gunnlaugur. Í svari Fjármálaeftirlitsins við fyrirspurn fréttastofu kemur fram að Exista hafi sótt um þessa skiptingaráætlun í febrúar 2007. Aðgerðin hafi ekki gefið tilefni til athugasemda af hálfu FME. Efnahagsreikningur VÍS hafi dregist saman við þessa breytingu en félögin hefðu þó áfram uppfyllt kröfur um lágmarksgjaldþol. „Mér finnst skrýtið að þeir hafi lagt blessun sína yfir skiptingaferli sem skilur fyrirtækið eftir í 1,8 milljarð í mínus," segir hann. VÍS mótmælir þessum fullyrðingum harðlega og telur þær tilhæfulausar með öllu. Allar ákvarðanir hafi verið teknar í samráði við og/eða undir eftirliti FME og miðuðu að því að draga úr áhættu í fjárfestingum og rekstri VÍS. Sú ákvörðun að færa hlutabréf VÍS í Kaupþingi yfir til móðurfélagsins hafi reynst VÍS ákaflega heilladrúg og sé meginskýring þeirrar yfirburða fjárhagstöðu sem VÍS njóti í dag. „Það má kannski segja það, þarna losuðu þeir sig við áhættusama fjárfestingu og komu félaginu í var, en það var algjör heppni að mínu mati því hefði þetta gerst seinna er ég ekki viss um að þeir hefðu verið svona heppnir," segir Gunnlaugur að lokum. Skroll - myndbönd og hljóðklippur Skroll-Viðskipti Mest lesið Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Viðskipti innlent Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Viðskipti erlent Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Neytendur Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti innlent Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Viðskipti innlent Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Neytendur „Menn trúðu því um tíma að hægt væri að semja við skrattann“ Atvinnulíf Origo kaupir Kappa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Sjá meira
Vátryggingarfélag Íslands var strípað af eigendum sínum segir löggiltur endurskoðandi. Eignir fyrir um þrjátíu milljarða króna voru teknar út úr félaginu á þriggja ára tímabili. Endurskoðandinn efast um lögmæti þess gjörnings og um starfshætti Fjármálaeftirlitsins sem lagði blessun sína yfir hann. Tryggingafélagið segir ekkert hæft í þessu. Vorið 2006 eignaðist Exista, félag í meirihluta eigu bræðranna Lýðs og Ágústs Guðmundssona, Vátryggingarfélag Íslands en fyrir átti það 20%. Eftir kaupin urðu bræðurnir stærstu eigendur VÍS. Kaupverðið var rúmlega 53 milljarðar króna sem var greitt með hlutabréfum í Existu. Í kringum innkomu Existu í félagið hófst atburðarrás sem virðist sýna markvissan flutning eigna úr félaginu í móðurfélagið. Á árunum 2005 og 6 var hafist handa við að skipta félaginu upp. Öll dóttur- og hlutdeildarfélög, t.a.m. Lýsing og Lífis voru sett í nýtt félag, Vís eignarhaldsfélag. Þetta auk arðgreiðslna varð til þess að eigið fé Vís lækkaði um 7,3 milljarða króna á þessum tveimur árum. Eignarhaldsfélagið var svo sameinað Existu í lok maí 2006. Skiptingingarferlið hélt áfram árið 2007 en þá voru fjárhæðirnar öllu hærri. Um mitt ár fóru 31 milljarður út úr VÍS og inn í eignarhaldsfélagið VÍS 3 sem var í eigu Existu í Hollandi. Samkvæmt upplýsingum frá Existu var um að ræða hlutabréf í Kaupþingi. Á sama ári og peningarnir streymdu inn í Vís 3 lánaði félagið ónefndum aðila rúmlega 30 milljarða. Engar upplýsingar eru í ársreikningi hver lánþeginn var en fullyrt er við fréttastofu að lánið hafi farið til Existu í Hollandi. Við þessa eignaskiptingu varð eigið fé Vátryggingarfélags Íslands neikvætt um 1,8 milljarða króna. Á hluthafafundi 2. Október er skiptingin endanlega samþykkt . Þá er lagt til að hlutafé Vís verði aukið um 11,2 milljarða króna. „Félagið var í reynd strípað. Ég vil meina að þetta sé andstætt lögum," segir endurskoðandinn Gunnlaugur Kristinsson um málið. Alls fóru því um 30 milljarðar, nettó, út úr VÍS á árunum 2005 til 8 í formi uppskiptingar eigna og arðgreiðslna. „þetta er kannski lýsandi fyrir þá græðgishugsun sem átti sér stað á þeim árum og öll góð fyrirtæki sem einhverja stöðu höfðu voru skilin eftir með sviðna jörðu," segir Gunnlaugur. Í svari Fjármálaeftirlitsins við fyrirspurn fréttastofu kemur fram að Exista hafi sótt um þessa skiptingaráætlun í febrúar 2007. Aðgerðin hafi ekki gefið tilefni til athugasemda af hálfu FME. Efnahagsreikningur VÍS hafi dregist saman við þessa breytingu en félögin hefðu þó áfram uppfyllt kröfur um lágmarksgjaldþol. „Mér finnst skrýtið að þeir hafi lagt blessun sína yfir skiptingaferli sem skilur fyrirtækið eftir í 1,8 milljarð í mínus," segir hann. VÍS mótmælir þessum fullyrðingum harðlega og telur þær tilhæfulausar með öllu. Allar ákvarðanir hafi verið teknar í samráði við og/eða undir eftirliti FME og miðuðu að því að draga úr áhættu í fjárfestingum og rekstri VÍS. Sú ákvörðun að færa hlutabréf VÍS í Kaupþingi yfir til móðurfélagsins hafi reynst VÍS ákaflega heilladrúg og sé meginskýring þeirrar yfirburða fjárhagstöðu sem VÍS njóti í dag. „Það má kannski segja það, þarna losuðu þeir sig við áhættusama fjárfestingu og komu félaginu í var, en það var algjör heppni að mínu mati því hefði þetta gerst seinna er ég ekki viss um að þeir hefðu verið svona heppnir," segir Gunnlaugur að lokum.
Skroll - myndbönd og hljóðklippur Skroll-Viðskipti Mest lesið Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Viðskipti innlent Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Viðskipti erlent Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Neytendur Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti innlent Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Viðskipti innlent Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Neytendur „Menn trúðu því um tíma að hægt væri að semja við skrattann“ Atvinnulíf Origo kaupir Kappa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Sjá meira