Samkomulag hefur nást um að neyðaraðstoð Evrópusambandsins og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins muni nema 85 milljörðum evra eða rúmlega 13 þúsund milljörðum króna.
Ríflega helmingur upphæðarinnar fer í að fjármagna fjárlagahalla Írlands og tæplega helmingur fer í að aðstoða banka landsins.
Upphæðin í heild samsvarar um þremur milljónum króna á hvern íbúa landsins.