Angela Merkel veldur dýfu á evrópskum mörkuðum 19. maí 2010 09:25 Sú ákvörðun stjórnar Angelu Merkel kanslara Þýskalands að banna ákveðnar tegundir af skortstöðum á þýska markaðinum hefur valdið því að hlutabréfamarkaðir um alla Evrópu byrja daginn í frjálsu falli.Í frétt um málið á BbC segir að ákvörðun þýskra yfirvalda hafi komið öllum í opna skjöldu og skapað mikla óvissu. FTSE vísitalan í London hefur fallið um 2,4%, Dax vísitalan í Frankfurt hefur fallið um 2,6%, Cac 40 í París um rúm 3% og C20 vísitalan í Kaupmannahöfn hefur fallið um 3%.Áætlanir þýskra stjórnvalda ganga út á að banna svokallaðar naktar skortstöður í skuldabréfum í evrum og í tíu af stærstu fjármálafyrirtækjum Þýskalands.Skortstöður ganga út á að miðlarar fá fjármálavörur þ.e. skuldabréf, hlutabréf o. sv.fr. að láni til einhvers tíma, selja þær strax og gera svo dæmið upp í lok lánstímans. Nakin skortstaða er þegar miðlarar selja fjármálavöru án þess að hafa fengið hana að láni fyrst.Bannið á þessum gerningi á að gilda frá deginum í dag og fram til marsloka á næsta ári. Stjórn Merkels er nú harðlega gagnrýnd fyrir að hafa ekki haft neitt samráð við önnur evrópsk yfirvöld um þessa ákvörðun sína. Mest lesið „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Arion og Kvika í samrunaviðræður Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Sú ákvörðun stjórnar Angelu Merkel kanslara Þýskalands að banna ákveðnar tegundir af skortstöðum á þýska markaðinum hefur valdið því að hlutabréfamarkaðir um alla Evrópu byrja daginn í frjálsu falli.Í frétt um málið á BbC segir að ákvörðun þýskra yfirvalda hafi komið öllum í opna skjöldu og skapað mikla óvissu. FTSE vísitalan í London hefur fallið um 2,4%, Dax vísitalan í Frankfurt hefur fallið um 2,6%, Cac 40 í París um rúm 3% og C20 vísitalan í Kaupmannahöfn hefur fallið um 3%.Áætlanir þýskra stjórnvalda ganga út á að banna svokallaðar naktar skortstöður í skuldabréfum í evrum og í tíu af stærstu fjármálafyrirtækjum Þýskalands.Skortstöður ganga út á að miðlarar fá fjármálavörur þ.e. skuldabréf, hlutabréf o. sv.fr. að láni til einhvers tíma, selja þær strax og gera svo dæmið upp í lok lánstímans. Nakin skortstaða er þegar miðlarar selja fjármálavöru án þess að hafa fengið hana að láni fyrst.Bannið á þessum gerningi á að gilda frá deginum í dag og fram til marsloka á næsta ári. Stjórn Merkels er nú harðlega gagnrýnd fyrir að hafa ekki haft neitt samráð við önnur evrópsk yfirvöld um þessa ákvörðun sína.
Mest lesið „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Arion og Kvika í samrunaviðræður Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira