Garðar Jóhannsson og félagar í norska liðinu Strömsgodset urðu í dag bikarmeistarar er þeir lögðu B-deildarliðið Follo, 2-0, í úrslitaleik.
Garðar byrjaði á bekknum en fékk að spila lokamínútur leiksins.
Þetta er fyrsti stóri titill félagsins í heil 19 ár.
Öskubuskuævintýri Follo fékk ekki hinn fullkomna endi en liðið kom öllum í opna skjöldu með árangri sínum í keppninni og sló meðal annars Noregsmeistara Rosenborg úr leik á leið sinni í úrslitin.