Samkvæmt frétt um málið á Bloomberg fréttaveitunni sýna framvirkir samningar með gjaldeyri glögglega fram á þessa þróun. Tölur frá Commodity Futures Trading Commission sýna að framvirkum samningum gegn evrunni fjölgaði um 25% í síðustu viku.
Það er einkum staðan í Grikklandi og óttinn um að sú staða smitist yfir í önnur evrulönd sem ýtir undir þessa þróun. Svo virðist sem björgunarpakki ESB og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins til Grikklands upp á um 110 milljarða evra hafi ekki dregið úr stöðutöku gegn evrunni.
Fyrrgreind fjölgun á framvirkum evrusamningum kemur ofan á gríðarlega stöðutöku gegn evrunni í evru/dollar krossum frá áramótum. Frá þeim tíma hefur evran fallið um 7,7% gagnvart dollaranum.