Actavis og Teva leggja fram tilboð í Ratiopharm 7. febrúar 2010 08:33 Actavis og Teva eru bæði búin að leggja fram tilboð í þýska samheitalyfjafyrirtækið Ratiopharm. Talið er að bandaríski lyfjarisinn Pfizer muni einnig leggja fram tilboð fyrir lok mánaðarins en áður hafði komið fram að Pfizer væri hætt við að reyna að kaupa Ratiopharm. Þetta kemur fram í frétt á Reuters. Eins og komið hefur fram í fréttum nýtur Actavis fjárhagsstuðnings frá sænska fjárfestinarsjóðnum EQT í tilboði sínu. EQT er í eigu sænsku Wallenberg fjölskyldunna. Þá hefur einnig komið fram að Deutsche Banka, aðallánadrottinn Actavis, hefur lagt blessun sína yfir tilraun Actavis til að eignar Ratiopharm. Teva, sem staðsett er í Ísrael, er talið hafa meira fjárhagslegt bolmagn en Actavis enda er um stærsta samheitalyfjafyrirtæki í heimini. Samkvæmt frétt Reuters eru möguleikar Actavis þó taldir litlu minni eftir að Actavis greip til þess ráðs að fá Claudio Albrecht fyrrum forstjóra Ratiopharm til liðs við sig sem ráðgjafa við tilboðsgerðina. Þá er einnig nefnt að Actavis hefur lofað því að ekki komi til fjöldauppsagna meðal starfsmanna Ratiopharm í borginni Ulm í Þýskalandi. Á móti mun Teva ætla að segja mörgum þeirra upp og það hugnast ekki eigendurm Ratiopharm, Merckle fjölskyldunni. „Teva virðist hafa betri fjárhagsstöðu og mun hagnast meir á samruna við Ratiopharm. Hinsvegar gæti minni stærð Actavis hugnast fjölskyldunni sem er að selja fyrirtækið," segir greinandi hjá Jeffries í samtali við Reuters. Verðmiðinn á Ratiopharm er um 3 milljarðar evra. Salan yrði sú stærsta meðal samheitalyfjafyrirtækja síðan árið 2008 þegar Teva festi kaup á bandaríska fyrirtækinu Barr á um 7,5 milljarða dollara. Mest lesið „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Greiðsluáskorun Samstarf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Actavis og Teva eru bæði búin að leggja fram tilboð í þýska samheitalyfjafyrirtækið Ratiopharm. Talið er að bandaríski lyfjarisinn Pfizer muni einnig leggja fram tilboð fyrir lok mánaðarins en áður hafði komið fram að Pfizer væri hætt við að reyna að kaupa Ratiopharm. Þetta kemur fram í frétt á Reuters. Eins og komið hefur fram í fréttum nýtur Actavis fjárhagsstuðnings frá sænska fjárfestinarsjóðnum EQT í tilboði sínu. EQT er í eigu sænsku Wallenberg fjölskyldunna. Þá hefur einnig komið fram að Deutsche Banka, aðallánadrottinn Actavis, hefur lagt blessun sína yfir tilraun Actavis til að eignar Ratiopharm. Teva, sem staðsett er í Ísrael, er talið hafa meira fjárhagslegt bolmagn en Actavis enda er um stærsta samheitalyfjafyrirtæki í heimini. Samkvæmt frétt Reuters eru möguleikar Actavis þó taldir litlu minni eftir að Actavis greip til þess ráðs að fá Claudio Albrecht fyrrum forstjóra Ratiopharm til liðs við sig sem ráðgjafa við tilboðsgerðina. Þá er einnig nefnt að Actavis hefur lofað því að ekki komi til fjöldauppsagna meðal starfsmanna Ratiopharm í borginni Ulm í Þýskalandi. Á móti mun Teva ætla að segja mörgum þeirra upp og það hugnast ekki eigendurm Ratiopharm, Merckle fjölskyldunni. „Teva virðist hafa betri fjárhagsstöðu og mun hagnast meir á samruna við Ratiopharm. Hinsvegar gæti minni stærð Actavis hugnast fjölskyldunni sem er að selja fyrirtækið," segir greinandi hjá Jeffries í samtali við Reuters. Verðmiðinn á Ratiopharm er um 3 milljarðar evra. Salan yrði sú stærsta meðal samheitalyfjafyrirtækja síðan árið 2008 þegar Teva festi kaup á bandaríska fyrirtækinu Barr á um 7,5 milljarða dollara.
Mest lesið „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Greiðsluáskorun Samstarf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira