Hagnaður breska flugfélagsins British Airways nam 158 milljónum sterlingspunda síðasta hálfa árið. Upphæðin samsvarar um 29 milljörðum króna.
Þetta er í fyrsta sinn í tvö ár sem að félagið skilar hagnaði. Í frétt á vef BBC er tekið fram að þessi árangur hafi náðst þrátt fyrir verkfall starfsmanna hjá flugfélaginu og truflana á flugsamgöngum sem urðu vegna gossins í Eyjafjallajökli.
Nú stendur yfir undirbúningur á sameiningu British Airways og Iberia flugfélagsins, en hið síðarnefnda skilaði 53 milljóna evra, eða 8,5 milljarða króna, hagnaði samkvæmt níu mánaða uppgjöri sem var kynnt á dögunum.
British Airways hagnaðist um 29 milljarða króna
Jón Hákon Halldórsson skrifar

Mest lesið

Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps
Viðskipti erlent

Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin
Viðskipti erlent

Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað
Viðskipti innlent


Að segja upp án þess að brenna brýr
Atvinnulíf

Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð
Viðskipti innlent

Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina
Neytendur

Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er
Viðskipti erlent

Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað
Viðskipti erlent

Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila
Viðskipti innlent