Jón Ásgeir hafnar ásökunum um stuld 12. september 2010 18:30 Telji slitastjórnin að við höfum stolið peningum frá Glitni, ber henni að kæra málið til lögreglu en ekki ferðast með það til New York, segir Jón Ásgeir Jóhannesson sem segir fullyrðingu þar um, ekki standast skoðun. Hann bendir á að rannsóknarfyrirtækið Kroll hafi ekki fundið neina falda sjóði, þrátt fyrir rúmlega 12 mánaða leit. Slitastjórn Glitnis lagði í vikunni fram fjölda gagna fyrir dómstóli í New York í tengslum við skaðabótamál á hendur fyrrverandi eigendum og stjórnendum Glitnis. Hinir stefndu hafa lagt fram frávísunarkröfu, því þeir telja málið ekki eiga heima fyrir dómstólum ytra. Sjömenningarnir hafa til 8. október til að svara slitastjórninni. Frávísunarmálið verður væntanlega tekið fyrir í nóvember en niðurstöðu úr því er örugglega að vænta um áramót. Fréttastofa vitnaði í greinargerð slitastjórnar í gær, þar sem sagði að kostnaður hinna stefndu vegna málareksturs í New York væri lítill í samanburði við þær upphæðir sem þeir hafi stolið frá bankanum. Fréttastofa leitaði viðbragða hjá Jóni Ásgeiri Jóhannessyni við þessu í dag. Í samtali við fréttamann sagði hann að ef slitastjórnin telji að hann hafi stolið frá Glitni, beri þeim að kæra slíkt til lögreglu á skúlagötu en ekki ferðast með málið í lægsta dómsstig í New York borg. Fullyrðingin standist enga skoðun, engu hafi verið stolið og það viti slitastjórn vel. Slitastjórn Glitnis telur víst að sjömenningarnir eigi falda sjóði, enda telur slitastjórnin að þeir hafi hagnast persónulega á kostnað bankans. Jón Ásgeir bendir á að rannsóknarfyrirtækið Kroll hafi, þrátt fyrir 12 mánaða vinnu, ekki fundið neinar eignir sem hann hafi fengið með ólögmætum hætti inn á sína reikninga. Þá hafi henni ekki tekist að sýna fram peningar hafi farið beint úr hirslum Glitnis inn á reikninga í eigu hinna stefndu. Hann segir að málið sé allt sett fram með því markmiði að ná hámarksathygli hjá fréttamiðlum. Skroll - myndbönd og hljóðklippur Skroll-Viðskipti Tengdar fréttir Fylgja eftir málarekstrinum í New York Glitnir svaraði í gær í New York frávísunarkröfum sem Jón Ásgeir Jóhannesson og aðrir, sem stefnt var í máli bankans í New York, lögðu fram í júlí. Í svari sínu ítrekaði Glitnir þann eindregna ásetning sinn að fylgja eftir málarekstrinum í New York, enda væri hann liður í viðleitni bankans um heim allan til að endurheimta eignir í þágu kröfuhafa bankans. Þetta kemur fram í tilkynningu frá slitastjórn Glitnis. 11. september 2010 16:37 Nógu hafa þeir stolið Slitastjórn Glitnis hefur lagt fram fjöldan allan af sönnunargögnum fyrir dómstóli í New York í tengslum við hundruð milljarða króna skaðabótamál á hendur Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, Hannesi Smárasyni og fleirum. Slitastjórn Glitnis segir að kostnaður hinna stefndu vegna málareksturs í New York sé smávægilegur í samanburði við þær háu upphæðir sem slitastjórnin segir þá hafa stolið frá bankanum. 11. september 2010 19:14 Mest lesið Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Bird skellt í lás Viðskipti innlent Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Viðskipti innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Viðskipti innlent Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Viðskipti innlent Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Viðskipti innlent Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Sjá meira
Telji slitastjórnin að við höfum stolið peningum frá Glitni, ber henni að kæra málið til lögreglu en ekki ferðast með það til New York, segir Jón Ásgeir Jóhannesson sem segir fullyrðingu þar um, ekki standast skoðun. Hann bendir á að rannsóknarfyrirtækið Kroll hafi ekki fundið neina falda sjóði, þrátt fyrir rúmlega 12 mánaða leit. Slitastjórn Glitnis lagði í vikunni fram fjölda gagna fyrir dómstóli í New York í tengslum við skaðabótamál á hendur fyrrverandi eigendum og stjórnendum Glitnis. Hinir stefndu hafa lagt fram frávísunarkröfu, því þeir telja málið ekki eiga heima fyrir dómstólum ytra. Sjömenningarnir hafa til 8. október til að svara slitastjórninni. Frávísunarmálið verður væntanlega tekið fyrir í nóvember en niðurstöðu úr því er örugglega að vænta um áramót. Fréttastofa vitnaði í greinargerð slitastjórnar í gær, þar sem sagði að kostnaður hinna stefndu vegna málareksturs í New York væri lítill í samanburði við þær upphæðir sem þeir hafi stolið frá bankanum. Fréttastofa leitaði viðbragða hjá Jóni Ásgeiri Jóhannessyni við þessu í dag. Í samtali við fréttamann sagði hann að ef slitastjórnin telji að hann hafi stolið frá Glitni, beri þeim að kæra slíkt til lögreglu á skúlagötu en ekki ferðast með málið í lægsta dómsstig í New York borg. Fullyrðingin standist enga skoðun, engu hafi verið stolið og það viti slitastjórn vel. Slitastjórn Glitnis telur víst að sjömenningarnir eigi falda sjóði, enda telur slitastjórnin að þeir hafi hagnast persónulega á kostnað bankans. Jón Ásgeir bendir á að rannsóknarfyrirtækið Kroll hafi, þrátt fyrir 12 mánaða vinnu, ekki fundið neinar eignir sem hann hafi fengið með ólögmætum hætti inn á sína reikninga. Þá hafi henni ekki tekist að sýna fram peningar hafi farið beint úr hirslum Glitnis inn á reikninga í eigu hinna stefndu. Hann segir að málið sé allt sett fram með því markmiði að ná hámarksathygli hjá fréttamiðlum.
Skroll - myndbönd og hljóðklippur Skroll-Viðskipti Tengdar fréttir Fylgja eftir málarekstrinum í New York Glitnir svaraði í gær í New York frávísunarkröfum sem Jón Ásgeir Jóhannesson og aðrir, sem stefnt var í máli bankans í New York, lögðu fram í júlí. Í svari sínu ítrekaði Glitnir þann eindregna ásetning sinn að fylgja eftir málarekstrinum í New York, enda væri hann liður í viðleitni bankans um heim allan til að endurheimta eignir í þágu kröfuhafa bankans. Þetta kemur fram í tilkynningu frá slitastjórn Glitnis. 11. september 2010 16:37 Nógu hafa þeir stolið Slitastjórn Glitnis hefur lagt fram fjöldan allan af sönnunargögnum fyrir dómstóli í New York í tengslum við hundruð milljarða króna skaðabótamál á hendur Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, Hannesi Smárasyni og fleirum. Slitastjórn Glitnis segir að kostnaður hinna stefndu vegna málareksturs í New York sé smávægilegur í samanburði við þær háu upphæðir sem slitastjórnin segir þá hafa stolið frá bankanum. 11. september 2010 19:14 Mest lesið Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Bird skellt í lás Viðskipti innlent Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Viðskipti innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Viðskipti innlent Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Viðskipti innlent Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Viðskipti innlent Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Sjá meira
Fylgja eftir málarekstrinum í New York Glitnir svaraði í gær í New York frávísunarkröfum sem Jón Ásgeir Jóhannesson og aðrir, sem stefnt var í máli bankans í New York, lögðu fram í júlí. Í svari sínu ítrekaði Glitnir þann eindregna ásetning sinn að fylgja eftir málarekstrinum í New York, enda væri hann liður í viðleitni bankans um heim allan til að endurheimta eignir í þágu kröfuhafa bankans. Þetta kemur fram í tilkynningu frá slitastjórn Glitnis. 11. september 2010 16:37
Nógu hafa þeir stolið Slitastjórn Glitnis hefur lagt fram fjöldan allan af sönnunargögnum fyrir dómstóli í New York í tengslum við hundruð milljarða króna skaðabótamál á hendur Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, Hannesi Smárasyni og fleirum. Slitastjórn Glitnis segir að kostnaður hinna stefndu vegna málareksturs í New York sé smávægilegur í samanburði við þær háu upphæðir sem slitastjórnin segir þá hafa stolið frá bankanum. 11. september 2010 19:14