George Papandreou, forsætisráðherra Grikklands, segir að vegna samkomulags evruríkjanna vegna efnahagserfiðleika Grikklands komi landið sem og Evrópa til með að styrkjast. Grísk stjórnvöld glíma við gífurlegan skuldavanda og kynntu í febrúar umfangsmiklar aðhaldsaðgerðir sem var mótmælt á götum úti.
Forsætisráðherrann viðurkennir að langt sé þangað til að Grikkir komist út úr erfiðleikum sínum. Samkomulag evruríkjanna gefi landinu þó ákveðið svigrúm. Það felur í sér að Grikkjum verði veitt rúmlega 20 milljarða evra lán, en aðeins ef aðrir lánamöguleikar á frjálsum markaði lokist alveg.
Matsfyrirtækið Fitch Ratings lækkaði fyrir helgi lánshæfieinkunn ríkissjóðs Grikklands úr BBB+ í BBB-.
Styrkir Grikkland og Evrópu

Mest lesið

„Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart
Viðskipti innlent



Óttast ekki komu Starbucks til Íslands
Viðskipti innlent

Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli
Viðskipti innlent

Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni
Viðskipti innlent

Þórdís til dómsmálaráðuneytisins
Viðskipti innlent

Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“
Viðskipti innlent


„Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“
Viðskipti innlent