Uppskerubrestur á korni í Rússlandi er talinn mun alvarlegri en þarlend stjórnvöld vilja viðurkenna.
Í frétt um málið í Politiken segir að miklir þurrkar í Rússlandi og eldsvoðar víða á akurlendum landsins í sumar hafi gert það að verkum að kornuppskera lands muni minnka úr 97 milljón tunna niður í 60 milljónir.
Þetta geri það að verkum að Rússar muni ekki setja neitt af sínu korni á heimsmarkaðinn á næstu þremur árum en ekki bara á næsta ári eins og stjórnvöld hafa gefið yfirlýsingar um.
Þar að auki muni Rússar þurfa að ganga á allar kornbirgðir sínar bara til að anna eftirspurn innanlands á næstu árum.
Þetta eru slæmar fréttir fyrir heimsmarkaðinn því Rússar hafa hingað til verið í hópi mestu útflytjenda á korni í heiminum.