Heimavöllurinn gæti hjálpað Webber 23. mars 2010 15:15 Mark Webber fylgist með íþróttaviðburði í Canberra og verður örugglega hylltur af löndum sínum um helgina. Mynd: Getty Images Ástralinn Mark Webber verður í faðmi heimamanna í Melbourne í Ástralíu um næstu helgi og á Red Bull sem talinn er brjálæðislega fljótur að einum keppinaut hans, Lewis Hamilton. Þeir aka báðir Albert Park brautina í Melbourne um helgina. "Það var gaman fyrir okkar menn að heyra umsögnina um góðan bíl. Núna eru þrír ökumenn búnir að segja að bíllinn sé góður og það er rétt. Ég geri ráð fyrir að bíllinn verður öflugur um helgina. Maður veit þó aldrei hvort það dugar til afreka. Það er aldrei hægt að afskrifa Ferrari ökumennina og Hamilton", sagði Webber. Fernando Alonso vann fyrsta mót ársins, en Felipa Massa varð annar og báðir óku Ferrari. Alonso var í sínu fyrsta móti með liðinu ítalska, en Alonso erfði í raun fyrsta sæti eftir að Red Bull bíll Sebastian Vettel bilaði. Hann náði þó að ljúka keppni í fjórða sæti. Webber telur að Red Bull hafi unnið mikið afrek með smíði bílsins, sem var byggður upp úr bíl síðasta árs og að samvinnan við Renault virki vel. Það klikkaði þó kerti í vélarsalnum hjá Vettel þegar hann var í forystuhlutverki í síðasta móti, sem kostaði hann trúlega sigurinn. "Það komst engin klakklaust frá helginni. Menn á okkar bæ voru að fást við ýmiskonar vandamál á föstudag, en vitanlega var svekkjandi að bíllinn brást hjá Vettel í keppninni. Þetta var erfitt fyrir strákanna að sætta sig við þetta, en sem betur fer er þetta ekki eins á Olympíleikum. Það er ekki fjögurra ára bið eftir næsta tækifæri. En við ætlum að snúa bökum sman í slag um meistaratitilinn á næstunni", sagði Webber. Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Íslenski boltinn Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Fótbolti Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti Fleiri fréttir Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira
Ástralinn Mark Webber verður í faðmi heimamanna í Melbourne í Ástralíu um næstu helgi og á Red Bull sem talinn er brjálæðislega fljótur að einum keppinaut hans, Lewis Hamilton. Þeir aka báðir Albert Park brautina í Melbourne um helgina. "Það var gaman fyrir okkar menn að heyra umsögnina um góðan bíl. Núna eru þrír ökumenn búnir að segja að bíllinn sé góður og það er rétt. Ég geri ráð fyrir að bíllinn verður öflugur um helgina. Maður veit þó aldrei hvort það dugar til afreka. Það er aldrei hægt að afskrifa Ferrari ökumennina og Hamilton", sagði Webber. Fernando Alonso vann fyrsta mót ársins, en Felipa Massa varð annar og báðir óku Ferrari. Alonso var í sínu fyrsta móti með liðinu ítalska, en Alonso erfði í raun fyrsta sæti eftir að Red Bull bíll Sebastian Vettel bilaði. Hann náði þó að ljúka keppni í fjórða sæti. Webber telur að Red Bull hafi unnið mikið afrek með smíði bílsins, sem var byggður upp úr bíl síðasta árs og að samvinnan við Renault virki vel. Það klikkaði þó kerti í vélarsalnum hjá Vettel þegar hann var í forystuhlutverki í síðasta móti, sem kostaði hann trúlega sigurinn. "Það komst engin klakklaust frá helginni. Menn á okkar bæ voru að fást við ýmiskonar vandamál á föstudag, en vitanlega var svekkjandi að bíllinn brást hjá Vettel í keppninni. Þetta var erfitt fyrir strákanna að sætta sig við þetta, en sem betur fer er þetta ekki eins á Olympíleikum. Það er ekki fjögurra ára bið eftir næsta tækifæri. En við ætlum að snúa bökum sman í slag um meistaratitilinn á næstunni", sagði Webber.
Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Íslenski boltinn Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Fótbolti Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti Fleiri fréttir Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira