Breska tryggingafélagið Prudential hyggst kaupa eitt stærsta tryggingafélag í Asíu, samkvæmt heimildum BBC fréttastofunnar.
Um er að ræða tryggingafélagið AIA sem er hluti af bandaríska AIG tryggingafélaginu. Talsmenn Prudential hafa ekki viljað staðfesta fréttir um viðskiptin en búist er við því að yfirlýsing um þau verði gefin út í þessari viku.
Heimildir herma að viðskiptin nemi 35 milljörðum bandaríkjadala sem nemur um 4500 milljörðum íslenskra króna
Prudential ætlar að kaupa AIA
