Væri hér vinstri stjórn Guðmundur Andri Thorsson skrifar 11. október 2010 06:00 Ef hér væri vinstri stjórn myndi Póstur og sími vera tekinn af Bakkabræðrum. Þá gætum við hringt í Símann þegar eitthvað bilar án þess að hlusta í hálftíma á þungarokk rofið af og til með „þú ert númer áttahundruð í röðinni, viltu nokkuð vera að bíða lengur?" Okkur fyndist kannski Póstur&Sími ekkert rosalega sexí en við hefðum samt aftur á tilfinningunni að þetta væri okkar fyrirtæki en við ekki þegnar þess. Væri hér vinstri stjórn hefðu bankarnir og sparisjóðirnir verið sameinaðir í einn ríkisbanka sem héti Landsbankinn og væri banki allra landsmanna. Þetta væri frekar þurrpumpulegur banki sem myndi láta okkur standa lengi í röð þegar við kæmum til að fá lán og kall með flösu myndi svo hvessa á okkur glyrnurnar og spyrja höstuglega: „Og hvað þykistu ætla að gera við peninginn!" Og: „Hvurn fjárann hefur þú við pallbíl að gera!" Og: „hvernig hafðirðu hugsað þér að borga þetta! Með lottópeningum?" Væri hér vinstri stjórn hefði ohf-dellan í ríkisútvarpinu verið stöðvuð fyrir löngu og þessi stofnun færð þjóðinni á ný vegna þess að vinstri stjórnir vita sem er að sumt er þess eðlis að best fer á því að það sé í almannaeigu. Væri hér vinstri stjórn hefði maðurinn sem veðsetti bótasjóð Sjóvár ekki fengið að gerast framkvæmdastjóri lyfjafyrirtækis því að lyf eru til að lækna fólk og braskarar eiga ekki að fá að koma nálægt því að selja þau heldur væri það háð ströngum takmörkunum hverjir höndluðu með lyf. Og ef hér væri vinstri stjórn yrði séð til þess að sjúkrahúsin í hinum dreifðu byggðum landsins hefðu bolmagn til að starfa og sinna þjónustu við hin smærri samfélög - ekki bara út af örygginu og ekki bara út af hagkvæmninni heldur líka vegna þess að það eru lágmarkslífsgæði og grundvallarmannréttindi að eiga kost á góðri heilbrigðisþjónustu í nágrenni sínu. Ef hér væri vinstri stjórn yrði starfsemi hins svokallaða Háskóla í Reykjavík sett undir Háskóla Íslands eða kannski bara send aftur í Versló og námskeið Stjórnunarfélagsins sem Árni Sigfússon var alltaf að halda í gamla daga. Þeir kennarar sem fengju að starfa áfram á háskólastigi yrðu að læra viðskiptafræðina og lögfræðina upp á nýtt. MBA-nám og hin sjálfstyrkingarnámskeiðin yrðu svo sett á námskeið Stjórnunarfélagsins. Væri hér vinstri stjórn myndi hún verja fé í mannaflsfrekar framkvæmdir sem skila þjóðfélaginu einhverju, efla hagvöxt og veita atvinnulausu fólki atvinnu - ekki með því að reisa samgöngumiðstöð í Vatnsmýrinni handa Akureyringum, heldur mætti fá styrk hjá Evrópusambandinu til að láta nú loksins verða af því að járnbrautavæða Ísland. Það er ekkert smáræðisverk að leggja járnbraut um þetta stóra land og reisa fallegar járnbrautarstöðvar á helstu þéttbýlisstöðum. Önnur stórframkvæmd sem má hugsa sér er að fjarlægja byggingar sem lítil not eru fyrir og eru til lýta og leiðinda og reisa eitthvað nýtt og fallegt í staðinn. Til dæmis Smáralind: ekki er húsið sjálft einungis hlálegasta bygging í víðri veröld - risa-reður teiknaður af enskum arkitektum sem hljóta að hafa grátið af hlátri á meðan - heldur virðist hvorki hægt að reka verslunarkjarnann í núverandi mynd né selja hann. Best væri því að rífa Smáralind og breyta svæðinu í líflegan garð fyrir Kópavogsbúa, og svipað brúk má hugsa sér fyrir önnur risaverslunarhús sem reist voru í öngviti aldamótaáranna og munu aldrei verða til annars en armæðu. Væri hér vinstri stjórn væri forgangsmál að þjóðin sjálf fengi hlutdeild í þeim arði sem ein gjöfulustu fiskimið í heimi gefa af sér, í stað þess að hann renni óskiptur til manna sem fyrir löngu hafa fyrirgert rétti sínum til kvótans með heimskupörum og veðsetningu á því sem þjóðin á. Já og væri þetta vinstri stjórn sem á að heita að stjórni hér landinu þá myndi hún róa að því öllum árum að gera landið að einu kjördæmi svo að alþingi Íslendinga endurspegli þjóðarviljann og hér komist á raunverulegt þingræði og við - fólkið - getum farið að bera virðingu fyrir þessari stofnun eins og við svo sárlega þráum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun
Ef hér væri vinstri stjórn myndi Póstur og sími vera tekinn af Bakkabræðrum. Þá gætum við hringt í Símann þegar eitthvað bilar án þess að hlusta í hálftíma á þungarokk rofið af og til með „þú ert númer áttahundruð í röðinni, viltu nokkuð vera að bíða lengur?" Okkur fyndist kannski Póstur&Sími ekkert rosalega sexí en við hefðum samt aftur á tilfinningunni að þetta væri okkar fyrirtæki en við ekki þegnar þess. Væri hér vinstri stjórn hefðu bankarnir og sparisjóðirnir verið sameinaðir í einn ríkisbanka sem héti Landsbankinn og væri banki allra landsmanna. Þetta væri frekar þurrpumpulegur banki sem myndi láta okkur standa lengi í röð þegar við kæmum til að fá lán og kall með flösu myndi svo hvessa á okkur glyrnurnar og spyrja höstuglega: „Og hvað þykistu ætla að gera við peninginn!" Og: „Hvurn fjárann hefur þú við pallbíl að gera!" Og: „hvernig hafðirðu hugsað þér að borga þetta! Með lottópeningum?" Væri hér vinstri stjórn hefði ohf-dellan í ríkisútvarpinu verið stöðvuð fyrir löngu og þessi stofnun færð þjóðinni á ný vegna þess að vinstri stjórnir vita sem er að sumt er þess eðlis að best fer á því að það sé í almannaeigu. Væri hér vinstri stjórn hefði maðurinn sem veðsetti bótasjóð Sjóvár ekki fengið að gerast framkvæmdastjóri lyfjafyrirtækis því að lyf eru til að lækna fólk og braskarar eiga ekki að fá að koma nálægt því að selja þau heldur væri það háð ströngum takmörkunum hverjir höndluðu með lyf. Og ef hér væri vinstri stjórn yrði séð til þess að sjúkrahúsin í hinum dreifðu byggðum landsins hefðu bolmagn til að starfa og sinna þjónustu við hin smærri samfélög - ekki bara út af örygginu og ekki bara út af hagkvæmninni heldur líka vegna þess að það eru lágmarkslífsgæði og grundvallarmannréttindi að eiga kost á góðri heilbrigðisþjónustu í nágrenni sínu. Ef hér væri vinstri stjórn yrði starfsemi hins svokallaða Háskóla í Reykjavík sett undir Háskóla Íslands eða kannski bara send aftur í Versló og námskeið Stjórnunarfélagsins sem Árni Sigfússon var alltaf að halda í gamla daga. Þeir kennarar sem fengju að starfa áfram á háskólastigi yrðu að læra viðskiptafræðina og lögfræðina upp á nýtt. MBA-nám og hin sjálfstyrkingarnámskeiðin yrðu svo sett á námskeið Stjórnunarfélagsins. Væri hér vinstri stjórn myndi hún verja fé í mannaflsfrekar framkvæmdir sem skila þjóðfélaginu einhverju, efla hagvöxt og veita atvinnulausu fólki atvinnu - ekki með því að reisa samgöngumiðstöð í Vatnsmýrinni handa Akureyringum, heldur mætti fá styrk hjá Evrópusambandinu til að láta nú loksins verða af því að járnbrautavæða Ísland. Það er ekkert smáræðisverk að leggja járnbraut um þetta stóra land og reisa fallegar járnbrautarstöðvar á helstu þéttbýlisstöðum. Önnur stórframkvæmd sem má hugsa sér er að fjarlægja byggingar sem lítil not eru fyrir og eru til lýta og leiðinda og reisa eitthvað nýtt og fallegt í staðinn. Til dæmis Smáralind: ekki er húsið sjálft einungis hlálegasta bygging í víðri veröld - risa-reður teiknaður af enskum arkitektum sem hljóta að hafa grátið af hlátri á meðan - heldur virðist hvorki hægt að reka verslunarkjarnann í núverandi mynd né selja hann. Best væri því að rífa Smáralind og breyta svæðinu í líflegan garð fyrir Kópavogsbúa, og svipað brúk má hugsa sér fyrir önnur risaverslunarhús sem reist voru í öngviti aldamótaáranna og munu aldrei verða til annars en armæðu. Væri hér vinstri stjórn væri forgangsmál að þjóðin sjálf fengi hlutdeild í þeim arði sem ein gjöfulustu fiskimið í heimi gefa af sér, í stað þess að hann renni óskiptur til manna sem fyrir löngu hafa fyrirgert rétti sínum til kvótans með heimskupörum og veðsetningu á því sem þjóðin á. Já og væri þetta vinstri stjórn sem á að heita að stjórni hér landinu þá myndi hún róa að því öllum árum að gera landið að einu kjördæmi svo að alþingi Íslendinga endurspegli þjóðarviljann og hér komist á raunverulegt þingræði og við - fólkið - getum farið að bera virðingu fyrir þessari stofnun eins og við svo sárlega þráum.
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun