Ósamræmd próf Pawel Bartoszek skrifar 26. febrúar 2010 06:00 Í vikunni mátti lesa fréttir þess efnis að hverfisskólarnir væru að koma aftur samkvæmt nýjum innritunarreglum fyrir framhaldsskólana, en samkvæmt þeim þurfa skólarnir að taka in 45% af nemendum úr skólum sem liggja í grenndinni. Hér er um að ræða óþarfa skerðingu á valfrelsi nemenda auk þess sem verið er að skekkja samkeppni bæði á milli nemendanna og framhaldsskólanna sjálfra. Það má síðan spyrja sig hvort verið sé að gera nokkrum greiða með því að taka hann inn í skóla sem hann kæmist ekki inn ella. Undirritaður upplifði það sjálfur að fara á sínum tíma í menntaskóla þar sem hluti nemenda kom inn á hverfisskólakvótanum. Margir þeirra stoppuðu stutt. Endurkoma hverfisskólafyrirkomulagsins er því miður annað skref á jafnmörgum árum í átt til ósanngjarnara inntökukerfis inn í framhaldsskóla, allt gert, að maður gæti ímyndað sér, til þess að hindra heilbrigða samkeppni milli grunnskólanna og forða því að þeir þurfi að horfast í augu við gæði eigin menntunar. Fyrsta skrefið var aflagning samræmdra prófa. Tvenn rök voru helst notuð gegn samræmdu prófunum. Í fyrsta lagi áttu þau að stýra kennslunni um of og í öðru lagi að valda nemendum streitu. Um námsefni í grunnskóla gilda ákveðin viðmið sem koma fram í aðalnámskrá. Þetta bindur nú þegar hendur kennara varðandi það hvað þeir eigi að kenna. Fyrst að viðmiðin eru samræmd þá má alveg eins hafa samræmd próf úr þeim viðmiðum. Samræmingin hefur þegar átt sér stað. Það var síðan ekki endilega upplifun mín sem nemanda í grunnskóla, þó ég geti ekki talað fyrir aðra, að grunnskólarnir væru fullir af kennurum sem vildu fara ótroðnar slóðir í kennslu, en þurftu að halda að sér höndum vegna hinna stalinísku samræmdu prófa. Enda var kennslan í 10. bekk afar svipuð og í 9. bekk, bara markvissari. Samræmdu prófin höfðu ákveðinn óumflýjanleikabrag yfir sér, sem var að mörgu leyti gott. Menn vissu að þau kæmu alltaf að lokum, hvort sem mönnum líkaði betur eða verr, og það sem í þeim stæði væri í höndum annarra en þeirra eigin kennara. Samræmda prófinu var alveg sama þó svo að kennarinn hafi verið lasinn í tvær vikur eða að auðvelt hafi verið að fá hann til að tala um kvikmyndir eða tísku þegar hann átti að vera að kenna. Samræmda prófið spilaði eftir sínum eigin reglum. Hvað varðar það mikla álag sem lagt var á unga fólkið og streitunni sem því fylgdi þá er torséð að það hverfi nú. Í stað samræmdra prófa sem öllu máli skiptu, koma nú ósamræmd lokapróf sem öllu máli skipta líka. Það er nefnilega svo að mikilvægir áfangar á lífsleiðinni valda flestum okkar einhvers konar streitu. Það er spurning hvort það sé rétta viðhorfið að vilja útrýma þessum mikilvægu áföngum með öllu, eða fresta þeim í lengstu lög. Það dregur ekki úr streitu til lengdar að þurfa aldrei að takast á við neitt sem stressar. Það gerir hlutina bara verri. Undirritaður er raunar enginn sérstakur aðdáandi þess að vinna heils vetrar sé metin í þriggja tíma skriflegu prófi. Það má líka vel taka undir að það vægi sem samræmdu prófin fengu við innritun í framhaldsskóla hafi ef til vill verið fullmikið. En brotthvarf þessarar mælistiku hefur ekki orðið nemendum og framhaldsskólum til góða. Það er til dæmis mjög erfitt að ætlast til þess af kennurum að þeir gæti hófs í einkunnagjöf þegar þeir hafa enga tryggingu fyrir því að aðrir kennarar í öðrum skólum freistist ekki til að blása hressilega í einkunnablöðrurnar. Hver verður niðurstaðan? Einkunnaverðbólga lík þeirri sem sást á seinasta ári. Líklegast væri best að gefa samræmdu könnunarprófunum sem þreytt eru á haustin örlítið meira vægi þannig að þau giltu þriðjung eða fjórðung á móti skólaeinkunn. Með því móti myndu skólarnir fá aðgang að einkunnum úr prófunum og gætu reynt að tryggja að ekki hallaði á umsækjendur úr einstaka skólum. En ef marka má fréttir undanfarinna missera þá skortir verulega á að núverandi innritunarkerfi uppfylli væntingar ungs fólks um sanngirni og jafnræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pawel Bartoszek Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason Skoðun
Í vikunni mátti lesa fréttir þess efnis að hverfisskólarnir væru að koma aftur samkvæmt nýjum innritunarreglum fyrir framhaldsskólana, en samkvæmt þeim þurfa skólarnir að taka in 45% af nemendum úr skólum sem liggja í grenndinni. Hér er um að ræða óþarfa skerðingu á valfrelsi nemenda auk þess sem verið er að skekkja samkeppni bæði á milli nemendanna og framhaldsskólanna sjálfra. Það má síðan spyrja sig hvort verið sé að gera nokkrum greiða með því að taka hann inn í skóla sem hann kæmist ekki inn ella. Undirritaður upplifði það sjálfur að fara á sínum tíma í menntaskóla þar sem hluti nemenda kom inn á hverfisskólakvótanum. Margir þeirra stoppuðu stutt. Endurkoma hverfisskólafyrirkomulagsins er því miður annað skref á jafnmörgum árum í átt til ósanngjarnara inntökukerfis inn í framhaldsskóla, allt gert, að maður gæti ímyndað sér, til þess að hindra heilbrigða samkeppni milli grunnskólanna og forða því að þeir þurfi að horfast í augu við gæði eigin menntunar. Fyrsta skrefið var aflagning samræmdra prófa. Tvenn rök voru helst notuð gegn samræmdu prófunum. Í fyrsta lagi áttu þau að stýra kennslunni um of og í öðru lagi að valda nemendum streitu. Um námsefni í grunnskóla gilda ákveðin viðmið sem koma fram í aðalnámskrá. Þetta bindur nú þegar hendur kennara varðandi það hvað þeir eigi að kenna. Fyrst að viðmiðin eru samræmd þá má alveg eins hafa samræmd próf úr þeim viðmiðum. Samræmingin hefur þegar átt sér stað. Það var síðan ekki endilega upplifun mín sem nemanda í grunnskóla, þó ég geti ekki talað fyrir aðra, að grunnskólarnir væru fullir af kennurum sem vildu fara ótroðnar slóðir í kennslu, en þurftu að halda að sér höndum vegna hinna stalinísku samræmdu prófa. Enda var kennslan í 10. bekk afar svipuð og í 9. bekk, bara markvissari. Samræmdu prófin höfðu ákveðinn óumflýjanleikabrag yfir sér, sem var að mörgu leyti gott. Menn vissu að þau kæmu alltaf að lokum, hvort sem mönnum líkaði betur eða verr, og það sem í þeim stæði væri í höndum annarra en þeirra eigin kennara. Samræmda prófinu var alveg sama þó svo að kennarinn hafi verið lasinn í tvær vikur eða að auðvelt hafi verið að fá hann til að tala um kvikmyndir eða tísku þegar hann átti að vera að kenna. Samræmda prófið spilaði eftir sínum eigin reglum. Hvað varðar það mikla álag sem lagt var á unga fólkið og streitunni sem því fylgdi þá er torséð að það hverfi nú. Í stað samræmdra prófa sem öllu máli skiptu, koma nú ósamræmd lokapróf sem öllu máli skipta líka. Það er nefnilega svo að mikilvægir áfangar á lífsleiðinni valda flestum okkar einhvers konar streitu. Það er spurning hvort það sé rétta viðhorfið að vilja útrýma þessum mikilvægu áföngum með öllu, eða fresta þeim í lengstu lög. Það dregur ekki úr streitu til lengdar að þurfa aldrei að takast á við neitt sem stressar. Það gerir hlutina bara verri. Undirritaður er raunar enginn sérstakur aðdáandi þess að vinna heils vetrar sé metin í þriggja tíma skriflegu prófi. Það má líka vel taka undir að það vægi sem samræmdu prófin fengu við innritun í framhaldsskóla hafi ef til vill verið fullmikið. En brotthvarf þessarar mælistiku hefur ekki orðið nemendum og framhaldsskólum til góða. Það er til dæmis mjög erfitt að ætlast til þess af kennurum að þeir gæti hófs í einkunnagjöf þegar þeir hafa enga tryggingu fyrir því að aðrir kennarar í öðrum skólum freistist ekki til að blása hressilega í einkunnablöðrurnar. Hver verður niðurstaðan? Einkunnaverðbólga lík þeirri sem sást á seinasta ári. Líklegast væri best að gefa samræmdu könnunarprófunum sem þreytt eru á haustin örlítið meira vægi þannig að þau giltu þriðjung eða fjórðung á móti skólaeinkunn. Með því móti myndu skólarnir fá aðgang að einkunnum úr prófunum og gætu reynt að tryggja að ekki hallaði á umsækjendur úr einstaka skólum. En ef marka má fréttir undanfarinna missera þá skortir verulega á að núverandi innritunarkerfi uppfylli væntingar ungs fólks um sanngirni og jafnræði.
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun