IFK Gautaborg vann sinn fyrsta sigur í tæpan mánuð er liðið lagði Brommapojkarna, 2-1, á útivelli í sænsku úrvalsdeildinni í dag.
Ragnar Sigurðsson og Theodór Elmar Bjarnason spiluðu allan leikinn fyrir IFK og Hjálmar Jónsson kom inn á sem varamaður í lok leiksins.
Þá tapaði Halmstad fyrir Mjällby á útivelli, 2-0. Jónas Guðni Sævarsson lék allan leikinn fyrir Halmstad.
IFK er í fimmta sæti deildarinnar með 39 stig, nítján stigum á eftir toppliði Malmö. Halmstad er í tólfta sæti deildarinnar með 32 stig en þetta var fyrsta tap liðsins síðan í byrjun september.