Landsliðskonan Dóra Stefánsdóttir er hætt að leika með sænska meistaraliðinu LdB Malmö. Félagið tilkynnti í dag að samningur hennar við félagið yrði ekki framlengdur.
Dóra gat ekkert spilað með liðinu á síðustu leiktið vegna erfiðra meiðsla. Óvissa með meiðslin gerir það að verkum að Dóra fær ekki nýjan samning.
Dóra er 25 ára gömul og hefur verið í herbúðum Malmö síðan 2006.