Bankarnir sem hér um ræðir eru, samkvæmt frétt Reuters, JPMorgan Chase, Citigroup, Deutsche Bank, UBS, Morgan Stanley og Goldman Sachs.
Rannsóknin er unnin í samvinnu við fjármálaeftirlit Bandaríkjanna og beinist að því hvort fyrrgreindir bankar hafi blekkt viðskiptavini sína í tengslum við viðskipti með skuldabréfavafninga sem byggðust á svokölluðum undirmálslánum á bandaríska fasteignamarkaðinum árin áður en fjármálakreppan skall á 2008.
Andrew Cuomo ríkissaksóknari New York ríkis hefur birt fjórum bönkum og fjórum fjármálafyrirtækjum stefnur vegna annarar rannsóknar að því er segir í frétt Reuters. Þetta eru m.a. Deutsche Bank, Credit Agricole, Credit Suisse, UBS, Merill Lynch.
Talsmaður Credit Agricole hefur staðfest að stefnan hafi borist og að þeir muni vinna með saksóknara. Í sama streng tekur Credit Suisse. Aðrir vildu ekki tjá sig um málið.