Íslenskir villisveppir, nautamergur og grænkál Vera Einarsdóttir skrifar 24. september 2010 14:02 Jóhannes Steinn notar aðallega norrænt hráefni og er sveppaforrétturinn alíslenskur. Jóhannes Steinn Jóhannesson, matreiðslumaður ársins 2008 og 2009 og kokkur á veitingastaðnum Vox, tekur þátt í heimsmeistarakeppni í matreiðslu í Lúxemburg í nóvember. Þangað stefnir hann með kokkalandsliði Íslands og eru stífar æfingar fram undan. Á Vox er norræn matarhefð í hávegum höfð og meðal hráefnis sem Jóhannes Steinn notar eru íslenskir villisveppir úr Skorradal. „Stundum förum við sjálfir að tína en erum auk þess með hjálparkokka á staðnum.“ Jóhannes Steinn gefur uppskrift að sveppaforrétti sem hann skerpir á með nautamerg. Jóhannes Steinn. Íslenskir villisveppir, nautamergur og grænkál Forréttur fyrir fjóra1 box Flúðasveppir250 g íslenskir kóngasveppir (má nota aðra villisveppi)2 shallot-laukar1 hvítlauksgeiri1 l kjúklingasoð (má nota vatn og kraft)grænkál frá Eymundi Magnússyni bónda í Vallanesimergur innan úr einum nautabeinleggsaltKóngasveppasoð: Svitið laukinn og sveppina í potti, bætið soði við og sjóðið í 30 mínútur. Sigtið og smakkað til með salti.Steiktir sveppir: Steikið sveppina á snarpheitri pönnu í olíu og smá smjöri. Gott er að setja smátt saxaðan shallot-lauk út á sveppina eftir á. Kryddið með salti. Hér má nota hvaða villisveppi sem er. Jóhannes Steinn notar kantarellu, furusvepp, kóngasvepp og gulbrodda.Grænkál: Rífið kálið niður, skolið og dressið með olíu og salti.Nautamergur: Mergurinn er fenginn úr leggbeinum. Skerið hann niður og létteldið við vægan hita. Kryddið með salti. Færið sveppina og grænkálið upp á disk, setjið um það bil tvo mergbita á hvern disk og hellið soðinu yfir. Uppskriftir Mest lesið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur Lífið Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision Lífið
Jóhannes Steinn Jóhannesson, matreiðslumaður ársins 2008 og 2009 og kokkur á veitingastaðnum Vox, tekur þátt í heimsmeistarakeppni í matreiðslu í Lúxemburg í nóvember. Þangað stefnir hann með kokkalandsliði Íslands og eru stífar æfingar fram undan. Á Vox er norræn matarhefð í hávegum höfð og meðal hráefnis sem Jóhannes Steinn notar eru íslenskir villisveppir úr Skorradal. „Stundum förum við sjálfir að tína en erum auk þess með hjálparkokka á staðnum.“ Jóhannes Steinn gefur uppskrift að sveppaforrétti sem hann skerpir á með nautamerg. Jóhannes Steinn. Íslenskir villisveppir, nautamergur og grænkál Forréttur fyrir fjóra1 box Flúðasveppir250 g íslenskir kóngasveppir (má nota aðra villisveppi)2 shallot-laukar1 hvítlauksgeiri1 l kjúklingasoð (má nota vatn og kraft)grænkál frá Eymundi Magnússyni bónda í Vallanesimergur innan úr einum nautabeinleggsaltKóngasveppasoð: Svitið laukinn og sveppina í potti, bætið soði við og sjóðið í 30 mínútur. Sigtið og smakkað til með salti.Steiktir sveppir: Steikið sveppina á snarpheitri pönnu í olíu og smá smjöri. Gott er að setja smátt saxaðan shallot-lauk út á sveppina eftir á. Kryddið með salti. Hér má nota hvaða villisveppi sem er. Jóhannes Steinn notar kantarellu, furusvepp, kóngasvepp og gulbrodda.Grænkál: Rífið kálið niður, skolið og dressið með olíu og salti.Nautamergur: Mergurinn er fenginn úr leggbeinum. Skerið hann niður og létteldið við vægan hita. Kryddið með salti. Færið sveppina og grænkálið upp á disk, setjið um það bil tvo mergbita á hvern disk og hellið soðinu yfir.
Uppskriftir Mest lesið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur Lífið Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision Lífið