Ríkisstjórn Bretland er að íhuga að fara að ráði auðjöfursins Phillips Green um að fresta greiðslum til viðskiptavina sinna. Ríkisstjórn Bretlands óskaði eftir því við Green að hann skilaði tillögum um sparnað í ríkisfjármálum.
Green skilaði skýrslu á dögunum og sagði að hægt væri að spara milljarða sterlingspunda án þess að reka einn einasta starfsmann. Ein tillagan var sú að ráðuneytin myndu ekki greiða reikninga til viðskiptavina innan fimm daga eins og nú er gert. Green sagði að hann skildi ekki hvers vegna ráðuneytin gerðu þetta þegar að fyrirtæki eins og hans eigin, Arcadia Group, greiddu ekki reikninga fyrr en að 45 dögum liðnum.
Ríkisstjórn Bretlands fer að fordæmi Phillips Green
