Verslanakeðjan H&M ætlar að opna 240 nýjar verslanir yrðu opnaðar á þessu ári. Þegar hafa 86 verslanir verið opnaðar á árinu en 12 verslunum hefur á sama tíma verið lokað. Heildarfjöldi verslana er nú 2.062.
Hagnaður fyrirtækisins á öðrum ársfjórðungi jókst um 24 prósent. Það ætla forsvarsmenn fyrirtækisins að sé vegna óvenjumikils kulda í apríl og maí.
Þá var greint frá því að á næsta ári muni H&M opna verslanir í Króatíu og Rúmeníu. - þeb