Helgi Valur Daníelsson var í liði sænska félagsins AIK sem vann góðan útisigur á Hacken, 0-1, í dag. Helgi Valur fékk að líta gula spjaldið á 29. mínútu.
Það gekk ekki eins vel hjá Eyjólfi Héðinssyni og félögum í GAIS sem lágu fyrir Kalmar, 3-1.
GAIS er samt sæti fyrir ofan AIK í deildinni eða því ellefta.