Álitsgjafinn Jón Kaldal skrifar 5. febrúar 2010 06:00 Seðlabankastjóri Hollands, Nout Wellink, sagði í gær að íslensk stjórnvöld hefðu logið um ástand íslenska bankakerfisins skömmu fyrir fall þess. Vitnisburður Wellinks, sem féll frammi fyrir hollenskri rannsóknarnefnd, er athyglisvert innlegg í þá vinnu sem er í gangi hér á landi og miðar að því að varpa ljósi á aðdraganda falls bankanna. Ályktanir hollenska seðlabankastjórans byggjast líklega á því að örfáum vikum eftir að Hollendingum var sagt að allt væri í himnalagi með íslensku bankana, hrundu þeir til grunna. Væntanlega leggur Wellink ekki trúnað á að nokkur stjórnvöld hafi getað verið svo illa að sér um eigið bankakerfi að þau hafi ekki áttað sig á að það var að hruni komið. Svör Íslendinga um góða heilsu bankanna hafi þar með ekki verið gefin af bestu samvisku. Í vitnisburði sínum vísaði Wellink, orðum sínum til staðfestingar, til samtals sem hann átti við kollega sinn í Seðlabanka Íslands í september 2008. Sá hafi sagt að hann hefði varað íslensk stjórnvöld við bágri stöðu bankanna hálfu ári fyrr, sem er um það bil í mars sama ár. Þarna hlýtur að vera kominn Davíð Oddsson, fyrrverandi formaður bankastjórnar Seðlabankans. Davíð hefur einmitt haldið því sjálfur fram að hann hafi margsinnis varað við því að viðskiptabankarnir væru á leið í þrot og með þeim íslenskt efnahagslíf. Því miður fyrir seðlabankastjórann fyrrverandi eru þó nákvæmlega engar skjalfestar heimildir til um þessar viðvaranir. Eina heimildin eru orð Davíðs sjálfs eftir að bankarnir voru komnir á höfuðið og allt var farið til fjandans. Á hinn bóginn eru til fjölmörg opinber dæmi um fullyrðingar seðlabankastjórans fyrrverandi þess efnis að undirstöður íslensks fjármálalífs væru traustar. Eitt er til dæmis lokaorðin í áliti Seðlabanka Íslands úr ritinu Fjármálastöðugleiki, sem kom út 9. maí 2008 og Davíð Oddsson skrifaði undir sem formaður bankastjórnar: „Á heildina litið er niðurstaða Seðlabankans enn sú að fjármálakerfið sé í meginatriðum traust. Íslenska bankakerfið uppfyllir kröfur sem gerðar eru til þess og stenst álagspróf sem Fjármálaeftirlitið og Seðlabankinn hafa gert.“ Fimm mánuðum eftir að þetta álit birtist voru allir helstu bankar landsins fallnir. Annað dæmi er frá mars árið 2008. Þá sagði seðlabankastjórinn fyrrverandi í viðtali við sjónvarpsstöðina Channel 4 að engar líkur væru á því að íslensku bankarnir færu í þrot og þó svo ólíklega færi gæti íslenska ríkið auðveldlega „gleypt“ skuldbindingar þeirra við erlenda innstæðueigendur. Tilefni spurningar breska fréttamannsins voru áhyggjur af háum upphæðum sem landar hans áttu á Icesave-reikningum Landsbankans. Þegar öllu er á botninn hvolft skiptir hins vegar engu hver sagði hvað hvenær. Það eina sem skiptir máli er hver gerði hvað hvenær. Það er ekki hlutverk Seðlabanka Íslands að vera álitsgjafi á kantinum. Seðlabankinn er í lykilhlutverki við að tryggja fjármálastöðugleika í landinu og beita til þess þeim stjórntækjum sem hann hefur yfir að ráða. Við það verkefni réðu ekki fyrrverandi bankastjórar Seðlabankans. Þeir áttu að gæta hagsmuna almennings en gerðu það ekki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Kaldal Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun
Seðlabankastjóri Hollands, Nout Wellink, sagði í gær að íslensk stjórnvöld hefðu logið um ástand íslenska bankakerfisins skömmu fyrir fall þess. Vitnisburður Wellinks, sem féll frammi fyrir hollenskri rannsóknarnefnd, er athyglisvert innlegg í þá vinnu sem er í gangi hér á landi og miðar að því að varpa ljósi á aðdraganda falls bankanna. Ályktanir hollenska seðlabankastjórans byggjast líklega á því að örfáum vikum eftir að Hollendingum var sagt að allt væri í himnalagi með íslensku bankana, hrundu þeir til grunna. Væntanlega leggur Wellink ekki trúnað á að nokkur stjórnvöld hafi getað verið svo illa að sér um eigið bankakerfi að þau hafi ekki áttað sig á að það var að hruni komið. Svör Íslendinga um góða heilsu bankanna hafi þar með ekki verið gefin af bestu samvisku. Í vitnisburði sínum vísaði Wellink, orðum sínum til staðfestingar, til samtals sem hann átti við kollega sinn í Seðlabanka Íslands í september 2008. Sá hafi sagt að hann hefði varað íslensk stjórnvöld við bágri stöðu bankanna hálfu ári fyrr, sem er um það bil í mars sama ár. Þarna hlýtur að vera kominn Davíð Oddsson, fyrrverandi formaður bankastjórnar Seðlabankans. Davíð hefur einmitt haldið því sjálfur fram að hann hafi margsinnis varað við því að viðskiptabankarnir væru á leið í þrot og með þeim íslenskt efnahagslíf. Því miður fyrir seðlabankastjórann fyrrverandi eru þó nákvæmlega engar skjalfestar heimildir til um þessar viðvaranir. Eina heimildin eru orð Davíðs sjálfs eftir að bankarnir voru komnir á höfuðið og allt var farið til fjandans. Á hinn bóginn eru til fjölmörg opinber dæmi um fullyrðingar seðlabankastjórans fyrrverandi þess efnis að undirstöður íslensks fjármálalífs væru traustar. Eitt er til dæmis lokaorðin í áliti Seðlabanka Íslands úr ritinu Fjármálastöðugleiki, sem kom út 9. maí 2008 og Davíð Oddsson skrifaði undir sem formaður bankastjórnar: „Á heildina litið er niðurstaða Seðlabankans enn sú að fjármálakerfið sé í meginatriðum traust. Íslenska bankakerfið uppfyllir kröfur sem gerðar eru til þess og stenst álagspróf sem Fjármálaeftirlitið og Seðlabankinn hafa gert.“ Fimm mánuðum eftir að þetta álit birtist voru allir helstu bankar landsins fallnir. Annað dæmi er frá mars árið 2008. Þá sagði seðlabankastjórinn fyrrverandi í viðtali við sjónvarpsstöðina Channel 4 að engar líkur væru á því að íslensku bankarnir færu í þrot og þó svo ólíklega færi gæti íslenska ríkið auðveldlega „gleypt“ skuldbindingar þeirra við erlenda innstæðueigendur. Tilefni spurningar breska fréttamannsins voru áhyggjur af háum upphæðum sem landar hans áttu á Icesave-reikningum Landsbankans. Þegar öllu er á botninn hvolft skiptir hins vegar engu hver sagði hvað hvenær. Það eina sem skiptir máli er hver gerði hvað hvenær. Það er ekki hlutverk Seðlabanka Íslands að vera álitsgjafi á kantinum. Seðlabankinn er í lykilhlutverki við að tryggja fjármálastöðugleika í landinu og beita til þess þeim stjórntækjum sem hann hefur yfir að ráða. Við það verkefni réðu ekki fyrrverandi bankastjórar Seðlabankans. Þeir áttu að gæta hagsmuna almennings en gerðu það ekki.
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun