Prófessor: Nokkur Evrópuríki í hættu á íslensku hruni 15. nóvember 2010 08:24 Bandaríski hagfræðingurinn Kenneth Rogoff, fyrrum forstjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS), segir að nokkur Evrópuríki séu í hættu á að lenda í íslensku hruni ef þeim tekst ekki að skera niður fjárlög sín til lengri tíma litið. Auk þess þurfi löndin að komast í gegnum tímabil með litlum hagvexti samhliða þessum niðurskurði. Löndin sem hér um ræðir eru Írland, Grikkland, Spánn, Portúgal og Ítalía. Þetta kemur fram í viðtali við Rogoff á vefsíðunni di.se. „Við horfum fram á bráðnun á hægum hraða," segir Rogoff. Sem kunnugt er af fréttum hefur ESB þrýst á Íra að taka tilboði sambandsins um neyðaraðstoð. BBC segir að samningsviðræður um slíkt séu þegar hafnar. Þá greinir börsen.dk frá því að seinna í dag muni Grikkir sennilega lenda í skuldaáfalli þegar uppfærðar tölur um fjárlagahalla landsins árið 2009 verða gerðar opinberar. Flestir telja að tölurnar sýni muni verri stöðu en þær sem grísk stjórnvöld hafa þegar gefið út. Rogoff segir að það séu ekki bara Írar sem þurfi neyðaraðstoð. Að öllum líkindum muni Spánn, Portúgal og Rúmenía einnig þurfa á slíkri aðstoð að halda. „Næsta stigið í þessari þróun verður að við sjáum fleiri lönd leita til AGS og ESB um aðstoð við skuldavanda sinn," segir Rogoff. Fram kemur á vefsíðunni að líklega hafi neyðaraðstoðin við Grikkland síðasta vetur verið upphafið að slæmri keðjuverkun fyrir evrópskar fjárfestingar. Ástandið á Írlandi sé svo neistinn sem gæti kveikt á niðursveiflu í öllu evrópska hagkerfinu. Mest lesið Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Sammála um aukna verðbólgu í september Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Bandaríski hagfræðingurinn Kenneth Rogoff, fyrrum forstjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS), segir að nokkur Evrópuríki séu í hættu á að lenda í íslensku hruni ef þeim tekst ekki að skera niður fjárlög sín til lengri tíma litið. Auk þess þurfi löndin að komast í gegnum tímabil með litlum hagvexti samhliða þessum niðurskurði. Löndin sem hér um ræðir eru Írland, Grikkland, Spánn, Portúgal og Ítalía. Þetta kemur fram í viðtali við Rogoff á vefsíðunni di.se. „Við horfum fram á bráðnun á hægum hraða," segir Rogoff. Sem kunnugt er af fréttum hefur ESB þrýst á Íra að taka tilboði sambandsins um neyðaraðstoð. BBC segir að samningsviðræður um slíkt séu þegar hafnar. Þá greinir börsen.dk frá því að seinna í dag muni Grikkir sennilega lenda í skuldaáfalli þegar uppfærðar tölur um fjárlagahalla landsins árið 2009 verða gerðar opinberar. Flestir telja að tölurnar sýni muni verri stöðu en þær sem grísk stjórnvöld hafa þegar gefið út. Rogoff segir að það séu ekki bara Írar sem þurfi neyðaraðstoð. Að öllum líkindum muni Spánn, Portúgal og Rúmenía einnig þurfa á slíkri aðstoð að halda. „Næsta stigið í þessari þróun verður að við sjáum fleiri lönd leita til AGS og ESB um aðstoð við skuldavanda sinn," segir Rogoff. Fram kemur á vefsíðunni að líklega hafi neyðaraðstoðin við Grikkland síðasta vetur verið upphafið að slæmri keðjuverkun fyrir evrópskar fjárfestingar. Ástandið á Írlandi sé svo neistinn sem gæti kveikt á niðursveiflu í öllu evrópska hagkerfinu.
Mest lesið Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Sammála um aukna verðbólgu í september Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira