Spáir hálfri milljón atvinnulausra í Danmörku í ár 5. febrúar 2010 14:34 Helge J. Pedersen aðalhagfræðingur Nordea bankans spáir því að hálf milljón Dana muni verða atvinnulausir á þessu ári, að hluta eða öllu leyti. Þetta byggir Pedersen á nýjum tölum frá hagstofu Danmerkur.Samkvæmt tölum hagstofunnar jókst skráð atvinnuleysi í Danmörku um 88% milli áranna 2008 og 2009. Alls voru meir en 380.000 Danir skráðir atvinnulausir í fyrra í lengri eða skemmri tíma, það er frá nokkrum dögum upp í nokkra mánuði. Hagstofan hefur síðan umreiknað þá tölu þannig að atvinnuleysið samsvaraði því að tæplega 100.000 manns hefði verið án atvinnu allt árið þ.e. í 12 mánuði.Pedersen hefur reiknað það úr að allar líkur séu á að atvinnuleysið í ár muni samsvara því að um 150.000 verði án atvinnu allt árið. Og framreiknað þýðir það að 500.000 Danir muni verða fyrir barðinu á atvinnuleysi í lengri eða skemmri tíma. Þetta eru um 17% af öllu vinnufæru fólki í landinu.„Það verður afgerandi fyrir þróun vinnumarkaðarins að langtímaatvinnuleysi verði haldið á lágu stigi," segir Pedersen. „Annars er mikil hætta á því að fjöldi vinnufærra missi samband sitt við vinnumarkaðinn og eigi í erfiðleikum með að snúa til baka þegar betri tímar fara í hönd." Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Helge J. Pedersen aðalhagfræðingur Nordea bankans spáir því að hálf milljón Dana muni verða atvinnulausir á þessu ári, að hluta eða öllu leyti. Þetta byggir Pedersen á nýjum tölum frá hagstofu Danmerkur.Samkvæmt tölum hagstofunnar jókst skráð atvinnuleysi í Danmörku um 88% milli áranna 2008 og 2009. Alls voru meir en 380.000 Danir skráðir atvinnulausir í fyrra í lengri eða skemmri tíma, það er frá nokkrum dögum upp í nokkra mánuði. Hagstofan hefur síðan umreiknað þá tölu þannig að atvinnuleysið samsvaraði því að tæplega 100.000 manns hefði verið án atvinnu allt árið þ.e. í 12 mánuði.Pedersen hefur reiknað það úr að allar líkur séu á að atvinnuleysið í ár muni samsvara því að um 150.000 verði án atvinnu allt árið. Og framreiknað þýðir það að 500.000 Danir muni verða fyrir barðinu á atvinnuleysi í lengri eða skemmri tíma. Þetta eru um 17% af öllu vinnufæru fólki í landinu.„Það verður afgerandi fyrir þróun vinnumarkaðarins að langtímaatvinnuleysi verði haldið á lágu stigi," segir Pedersen. „Annars er mikil hætta á því að fjöldi vinnufærra missi samband sitt við vinnumarkaðinn og eigi í erfiðleikum með að snúa til baka þegar betri tímar fara í hönd."
Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira